sunnudagur, september 27, 2009

Helgar í Bergen

Hér í Bergen hefur rignt næstum látlaust í rúma viku. Auðvitað er ég búin að fjárfesta í regnhlíf, enda þýðir ekkert annað, jafnvel þó að maður sé í góðum regnjakka þá nær maður einvhern veginn að verða blautur.
Vinnuvikan gekk bara nokkuð vel fyrir sig, bara leið ótrúlega hratt og nú eru bara 5 dagar þar til ég kem heim, ja eða 4 eftir því hvernig maður telur hehehe....

Fór í bíó á föstudag og sá myndina "Inglorious Basterds", þar sem hinn ofurkynþokkafulli Brad Pitt fer á kostum með Tenessee hreiminn, alveg stórkostlegur, sérstaklega þegar hann talaði ítölsku hehehe.... Það var búið að mæla mikið með þessari mynd við mig og var það algjörlega verðskuldað, en ég bjóst ekki við svona grófu ofbeldi en áttaði mig auðvitað um leið þegar ég sá að Quentin Tarantino væri leikstjórinn, enda hefur hann leikstýrt myndum eins og Kill Bill vol 1 og 2, Pulp Fiction og Reservoir Dog, sem eru nú ekkert sunnudagaskóla efni. En allavega skemmti ég mér stórvel á þessari mynd og get mælt með henni við hvern sem er sem þolir smá blóð og ógeðslegheit hehehe....

Gærdagurinn fór nú frekar í rólegheit, flæktist um á netinu, reyndi að vinna smá, verslaði og fór svo til frænku minnar í mat, dagurinn í dag var enn rólegri, ekki var hægt að flækjast á netinu vegna mjög svo óstabíls sambands hérna í húsinu, heyrði reyndar í stelpunum mínum á milli þess sem netið datt út, þreif svo íbúðina.. alla 37 fermetrana og las, er langt komin með bókina um stúlkuna sem lék sér að eldinum (á norsku auðvitað) auk þess sem ég veiti mér þann lúxus að kaupa hér tímaritið "Se og Hör" sem er auðvitað nauðsynlegt sjónvarpsdagskráinnar vegna og svo er auðvitað skylda að kaupa slík blöð til að komast inn í það hverjir skipta máli í norsku samfélagi hehehe... og vera auðvitað viðræðuhæfur í hádeginu hmmm.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já bækur - elska að lesa "ritdóma" hjá þér um bækur - hef sjálf verið að lesa bækurnar eftir og um Stellu Blómkvist - mér finnast þær bara skemmtilegar - myndi alveg mæla með að lesa þær í þeirri röð sem þær hafa komið út - núna er ég að lesa "Á ég að gæta systur minnar?" frábær bók - svo ætla ég að kíkja á myndina þegar ég er búin með hana - aaaaa hlakka til að sjá þig og þú mannst að það er opið hús hér næsta laugardag - heyri peyri MaddaMamma