miðvikudagur, september 02, 2009

Smá svona síðsumarspjall.

Já, ég er aldeilis búin að vera í fríi, frá blogginu allavega, æji ég var eitthvað orðin svo þreytt á endalausu krepputali.
Ég var nú ekki alveg búin með sumarfríið þegar ég skrifaði hér síðast og myndi ég segja að toppurinn af sumrinu hafi verið ferð mín og hóps fólks úr Mosverjum á Hornstrandir. Sú ferð var ógleymanleg, við unnum auðvitað í veðurhappdrættinu og fengum alveg dásamlegt veður samfellt í 5 daga með hita, sól, logni og frábæru skyggni.
Þarna var gengið m.a. á Hornbjarg og yfir að Hornbjargsvita, sumir fór á Kálfatinda og Langakamb, en allavega frábær ferð með frábæru fólki. Sáum seli, hvali og refi að ótöldum flugunum, sem eru extra stórar þarna fyrir vestan hehehe...
Nú eru skólarnir byrjaðir og eru báðar stelpurnar mínar að byrja í skóla ef hægt er að orða það þannig, sú stutta var að byrja í 1. bekk í grunnskóla og sú stóra í 3ja bekk í MR. MR-ingurinn gengur nú með brosið hringinn og segir mömmu gömlu sögur úr gamla skólanum hennar, busareglunum, kennurunum, húsnæðinu og slíku, móður sinni til mikillar ánægju. Held bara að stelpan sé alsæl, komin í kórinn og nú á að taka busaballið með trompi á morgun hmmmm.... já já.... hvað er langt síðan þú varst 16?? Nei segi bara svona.
Sú stutta er líka alsæl, soldið þreytt enda ekkert á því að fara að sofa eitthvað fyrr en venjulega þó hún þurfi að vakna klukkan 7:00 auk þess sem áreitið er mikið svona í upphafi skólaárs, læra þarf á nýtt dagsskipulag, nýtt húsnæði, nýtt fólk og nýja krakka..... Reyndar sagði hún eftir fyrsta skóladaginn að það væri ekkert lært í þessum skóla bara leikið ;)
seeya

Engin ummæli: