fimmtudagur, september 03, 2009

Óvinafagnaður og Ofsi



Ég fékk bókina "Ofsa", eftir Einar Kárason, í jólagjöf síðastliðin jól og ákvað þá að gera hlutina í réttri röð, ja eins og verkfræðingum er einum lagið, og lesa fyrst fyrri bók Einars Kára um Sturlungaöldina "Óvinafagnað". Ég er auðvitað ein margra sem ekki hafa lesið "Sturlungu" enda var hún ekki skyldulesning í mínum menntaskóla hehehe... æji það er eins og maður hafi stundum bara lesið það sem "þurfti" að lesa. En allavega með lestri þessara bóka fær maður góða innsýn í þetta tímabil í Íslandssögunni þar sem menn skiptust í hópa og háðu stríð sín á milli. Einar setur þetta upp á mjög skemmtilegan hátt líkt og viðtalsbækur þar sem hver og ein persóna segir frá og þarmeð fær maður innsýn í það hvað hver persóna var að hugsa (allavega eins og Einar túlkar það). En ég er allavega ákveðin í því að komast yfir Sturlungu sjálfa og lesa söguna útfrá sjónarhorni þess sem ritaði hana.

Engin ummæli: