þriðjudagur, desember 30, 2008

Flugeldar og jólatré.


Ég hef örugglega sett inn svipaðar færslur síðustu jól og jólin þar áður. En ég er nú soldið þannig sinnuð að allan svona "óþarfa" eins og jólatré og flugelda, sem eru nú samt ómissandi, eigi fólk að kaupa af einhverjum samtökum, ekki af kaupmanninum á horninu eða einhverjum aðilum sem aðeins eru að þessu í gróðaskyni fyrir sjálfan sig.

Ég hef yfirleitt keypt jólatré af samtökum sem heita Landakot sem styrkja veik börn, en þetta árið var það hjálparsveit skáta í Garðabæ sem nutu góðs af þessum kaupum mínum og flugeldana kaupi ég að sjálfsögðu hjá björgunarsveitunum, dettur ekki annað í hug enda gömul björgunarsveitakona sjálf.

Þannig að ég hvet ykkur til að kaupa ykkar flugelda af Landsbjörgu.

mánudagur, desember 29, 2008

Milli jóla og nýárs.

Já ákvað aðeins að blogga svona milli jóla- og nýársblogg. Ég er ekki í fríi eins og margir í þjóðfélaginu og í mínu fyrirtæki, það er ekki það að ég hafi ekki átt frí, heldur hitt að það er bara brjálað að gera og maður hefur engan tíma til að fara í frí. Sem ég ætti svo sem að vera afskaplega glöð með, margir sem ekki geta sagt það sama og ég.

Hér í hjá mér er nú frekar fámennt, en maður reynir svona að einbeita sér að vinnunni og koma þá enn meiru í verk en ella. Seinnipartinn í dag er svo jólatrésskemmtun hjá okkur hér í vinnunni og ætla ég að mæta þar með Skottuna mína. Hún fer svo með ömmu sinni og afa í sumarbústað í kvöld og verður alveg í næstum viku. Pínu svona sorglegt fyrir mig, vill bara hafa hana alltaf hjá mér, hún er eitthvað svo yndisleg. En svona er víst lífið, það er ekki á allt kosið og æðislegt fyrir hana að fá að fara í sumarbústað frekar en vera heima og mamma ekki einu sinni heima heldur í vinnunni.

Auðvitað er maður búinn að borða á sig gat þessa daga og ég held að mér hafi tekist á eigin spýtur að klára heilan konfektkassa yfir jólin.... Púff... ég ætla ekki að stíga á vigt fyrr en vel er komið inn í nýtt ár.

Annars hafa þessir dagar auðvitað liðið allt of hratt eins og venjulega og sem betur fer eru bara tveir vinnudagar og svo kemur aftur frí.

þriðjudagur, desember 23, 2008

Gleðileg jól.


Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið eigið eftir að hafa það gott um hátíðirnar.


Gott að vita:

Þegar maður blandar mjöl og vatn verður lím.
Þegar maður bætir við eggjum og sykur verður úr kaka.

En HVAÐ VERÐUR ÞÁ UM LÍMIÐ?
Það skal ég segja ykkur. Það límist við mjaðmir og maga!


Jólaknús.


föstudagur, desember 19, 2008

Ég kemst í jólafíling...


Já, ég er sennilega að komast í jólafílinginn. Á eftir að gera alveg fullt, en jólin koma samt alveg sama hvað maður nær að gera og hvað ekki. Ég er búin að lofa Skottunni því að við förum á morgun og kaupum jólatré og svo munum við skreyta allt um helgina. Þannig að nú vitiði hvað ég ætla að gera um helgina hehehe....

Er búin að kaupa flestallar jólagjafirnar, á eftir að kaupa handa nýjustu frænku minni, en aðrir eru búnir. Hef ekkert spáð í það hvort þær eru eitthvað ódýrari þetta árið en undanfarið, en kannski, hef oft keypt eitthvað fyrir heimilið svona græjulega séð en hef ekki gert það þetta árið, nema hvað, sonurinn keypti sér Playstation 3 tölvu sem mamma lagði nú út fyrir og mun örugglega taka einhvern þátt í en ekki ætla ég að kaupa hana alla sjálf.

Þetta er nú allt að koma, ég er svo sem ekki vön að missa mig neitt í jólaundirbúningi, en það er ýmislegt sem þarf að útbúa og þá helst matarkyns. Verst að aukaísskápurinn minn sem ég hafði í geymslunni dó um daginn svo nú verður litli ísskápurinn minn frekar troðinn af dóti, þarf reyndar að taka hann í gegn áður en ég fer að setja í hann meiri mat.

Seinnipartinn í dag er svo jólamatur í vinnunni, það verður örugglega frábært.

Ég er búin að vera frekar svona þung í þessum mánuði, veit ekki, þetta er ekki uppáhaldstíminn minn eftir að ég skildi, finnst vanta eitthvað í þetta allt saman og minningarnar hellast yfir, en þetta hafa samt verið bara alveg ágæt jól undanfarið þannig að þetta reddast allt á endanum.

Hlusta hér á jólatónlist og er að komast í fílinginn.....

miðvikudagur, desember 17, 2008

Jólakort

Jæja, nú geta jólin farið að koma, bara drífa þetta af. Ég kláraði að útbúa jólakortin og útsendingarlistann fyrir þau í gær. Púff.... á eftir að skrifa á umslögin og kaupa frímerkin og koma þessu í póstkassann.

Hef oft hugsað um það hver í ósköpunum hefði komið þessum sið á. Stundum hugsa ég mjög ljótar hugsanir til þess aðila, það er sko þegar ég er að fara yfir listann og sjá hve rosalega langur hann er. Ég meina þekki ég svona mikið af fólki eða hvað?

En svo kemur hitt að ég veit ekkert yndislegra en á jólanótt, þegar komin er ró yfir. Þá sest ég uppí sófa með ungana allt í kring um mig, allir komnir í náttfötin, enn er konfekt í skálum og jólablandið (appelsín og malt) í glösum og svo opnum við kortin, lesum á þau og skoðum myndir. Þá er fyrirhöfnin þess virði.

mánudagur, desember 15, 2008

Skemmtanalífið í Reykjavík

Eins og þeir sem mig þekkja vita er ég nú ekki vön að vera mikið út á lífinu eins og það er orðað. Jafnvel þó maður sé einhleypur þá er maður ekkert að þvælast í bæinn nema eiga erindi eða vera í einhverjum skemmtilegum hóp.

Í haust fór ég eitthvað að hugsa þetta og komst að því að ég hafði bara ekki farið í bæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi síðan einhvern tíman í fyrravetur. En svo rann upp nóvember og desember og mér líður eins og ég sé að verða sérfræðingur í Reykvísku næturlífi, það hefur verið farið í bæinn um hverja einustu helgi hva, fjórar helgar í röð.

En allavega kíkti ég aðeins á Reykvískt næturlíf á föstudagskvöldinu og manni líst svona vægt sagt misvel á þetta "líf". Hvar er fólkið svona eins og ég, bara venjulegt fólk á besta aldri? Veit það ekki, sennilega að leita að hinum svipað og ég. Gullkorn dagsins, eða kvöldsins var nú samt að vinkona mín heimtaði að við byrjuðum á Vínbarnum. Hmmm.. ég hef svo sem komið nokkrum sinnum á Vínbarinn og það er ágætt að vera þar svona framundir miðnætti en þá fyllist staðurinn af "eldra fólki", (lesist mun eldra en ég hehehe). Já en það var semsagt "trikkið", fara inn á Vínbarinn og ganga einn hring fara svo út aftur og þá liði okkur svo vel því við værum sko pottþétt yngstar á barnum.....

fimmtudagur, desember 11, 2008

Smá Skottusögur

Ég á æðislega 5 ára Skottu, hún er bara "megaháttar" eins og þeir myndu segja í Madagaskar, en við fórum einmitt á myndina um helgina, sem er í fyrsta skipti í mörg ár þar sem ég fer með öll börnin mín í bíó í einu. Það skemmtu sér allir vel og ekki síst Skottan sem hló og hló, Unglingurinn 17 ára sagði svo í lok myndarinnar að þetta væri nú eiginlega mynd sem maður yrði að eiga.

En meira af Skottunni, í gær var jólaball í leikskólanum og áttu elstu börnin að leika helgileik. Það eru búnar að vera stífar æfingar og svo hefur lagið "Þá nýfæddi Jesú..." verið sungið hástöfum í nokkra daga, en Skottan átti að leika einn vitringanna. Ég spurði nú hvort ég mætti ekki koma og horfa á, en það var sko ekki hægt, þetta var bara fyrir fóstrur, enga foreldra, nú sagði ég og þá bætti hún við, sko hún Þuríður ræður (en hún er leikskólastjórinn). Hún fór semsagt í fína 10 ára gamla rauða silkikjólnum, nýpressuðum úr hreinsuninni, sem systir hennar átti, en það er víst einkaréttur afa og ömmu að gefa svo fína kjóla að ekki megi þvo þá og þeir valda því foreldrunum þvílíkum vandræðum hehehe.... En þegar hún kom heim í gær, var kjóllinn orðinn frekar krumpaður og þó nokkrir blettir á honum, þannig að þetta þýðir auðvitað aðra ferð í hreinsunina fyrir jól.

Svo hjálpaði hún mömmu sinni að setja krem á sörurnar í gærkveldi, hún tók við þeim þegar kremið var komið á og raðaði þeim á bakka......

Þegar því var lokið fór mamma aðeins í símann, á meðan vaskaði hún upp hrærivélaskálina, dró semsagt "tripp trapp" stólinn sinn að vaskinum og þvoði skálina með rennandi vatni og sápu. Þetta tók reyndar óratíma og næst þegar ég kíkti var hún orðin ber að ofan, semsagt farin úr peysunni og nærbolnum (henni er frekar illa við blaut föt), en var þó enn í sokkabuxunum, svo leið smá stund og aftur kíki ég á hana og þá var búið að láta sokkabuxurnar líka fjúka og þarna stóð hún einbeitt yfir vasknum að vaska upp á nærbuxunum einum fata....

Þegar símtalinu lauk, fór ég til hennar og sagði við hana hve rosalega hún væri dugleg að vaska upp. Þá leit hún á mig með glottinu sínu æðislega og sagði, mamma ég var ekki að vaska upp, ég var bara að sulla.......

miðvikudagur, desember 10, 2008

jóla jóla

Jæja, jólin nálgast með ógnarhraða og maður er ekki búinn að helmingnum af því sem maður ætlaði að gera. Sem er svo sem ekkert nýtt, enda koma jólin hvort sem maður nær að gera allt sem maður vill gera eða ekki. Þannig er það bara. Og einhvern vegin nær maður alltaf að gera allt, sem skiptir máli, í tíma.

Jólakortin, eða jólabréfin eins og þau hafa nú verið í seinni tíð, bíða enn, kannski ég einhendi mér í þau um helgina.

Sá brandara á einhverju blogginu, sem ég snaraði á íslensku og læt fylgja hér með, gæti kannski gefið einhverjum hugmyndi í blankheitunum.....

Maður á Akureyri hringir í son sinn, sem býr í Reykjavík, tveimur dögum fyrir jól og segir við hann:
„Fyrirgefðu sonur minn að ég skuli eyðileggja fyrir þér daginn, en við mamma þín ætlum að skilja. Fjörtíu og fimm ár í eymd er sko meira en nóg.“
„Bíddu aðeins pabbi minn, hvað ertu að segja“ segir sonurinn æstur.
„Við þolum ekki að sjá hvort annað, ég er alveg búinn að fá nóg og nenni ekki að tala um þetta lengur, svo viltu vera svo vænn og hringa í systur þína á Egilsstöðum og segja henni frá þessu“
Alveg í sjokki hringir sonurinn í systur sína sem fær auðvitað kast í símanum.
„Það er sko ekki séns að þau fái að skilja“ hrópar hún að bróður sínum, „ég skal redda þessu“.
Hún hringir til föður síns á Akureyri og hrópar að honum:
„Þú ert sko ekki að fara að skilja við hana mömmu. Ekki gera neitt fyrr en ég kem til ykkar. Ég ætla að hringja í bróður minn aftur og við verðum bæði komin norður á morgun. Þangað til þá, ekki gera neitt, HEYRIRÐU HVAÐ ÉG SEGI?“ og svo skellti hún á.
Faðirinn leggur frá sér símann og snýr sér að konu sinni glottandi.
„Þau koma bæði heim um jólin og borga farið fyrir sig sjálf!!“

þriðjudagur, desember 09, 2008

Bankarnir.....

Ég er mjög sammála mörgum bloggurum, síðasta fjöður í hatt bankanna er eiginlega aðeins of mikið fyrir svona venjulegt fólk. Hvernig datt Nýja Gltini í hug að semja við KPMG um að rannsaka atburði í Glitni síðustu mánuðina fyrir bankahrunið. Tek þetta orðrétt úr Bloggi Egils í Silfrinu, hefði ekki getað orðað þetta betur sjálf.

"Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG endurskoðunar, er faðir Jóns Sigurðssonar forstjóra Stoða/FL-Group. KPMG er endurskoðandi Baugs og Stoða/FL-Group og hefur skrifað upp á reikninga fyrir hinn þrönga hóp manna sem stendur að þessum fyrirtækjum. Þessi þröngi hópur var líka aðaleigandi Glitnis. Það eru uppi áleitnar grunsemdir um að þessir menn hafi misnotað bankann í stórum stíl. Samt telur Sigurður Jónsson, forstjóri KPMG, að fyrirtæki hans sé hæft til að rannsaka atburði í Glitni síðustu mánuðina fyrir bankahrunið."

Svo er Birna bankastjóri saklaus, skv. FME. Bakkabræður ætla að eignast Exista, er ekki þessi aðgerð að láta banka í Líbýu kaupa Kaupþing Lúx. ekki bara leppur fyrir Sigurð Einarsson og félaga? osfrv. osfrv.

Ég á eiginlega ekki til orð og í gærkveldi sat ég og hugsaði hvað ég og þú getum gert. Ríkisstjórnin sýnir ekki stjórnmálalega ábyrgð, verið er að rétta sömu peningamönnunum allt í hendurnar aftur nema nú er búið að losa skuldirnar, þær eigum við hin að greiða. Það er eins og stjórnvöld, embættismannakerfið og stjórnendur bankanna ætli að sjá til þess að ekkert breytist.

Ég hugsaði með mér að nú yrði ég að skrifa Geir Haarde bréf, ég gæti kannski hótað honum að segja mig úr flokknum, þessi flokkur hefur brugðist algerlega á ögurstundu. En ég hætti svo sem ekki að vera sjálfstæðismanneskja þannig, þau grunngildi sem flokkurinn stendur fyrir er góð og enn fullgild en hann er bara sokkinn í svo mikla vitleysu að það hálfa væri nóg.

Haldiði að það myndi virka, haldiði ekki að Geiri myndi bara hlæja að mér, ég er nú einu sinni bara einstæð móðir í Mosfellsbæ........

föstudagur, desember 05, 2008

Atvinnuleysi.

Ég frétti nú daglega af nýjum kunningjum og vinum sem misst hafa vinnuna.

Það er soldið sem truflar mig í þessu, en það er það hvort konur séu að koma verr útúr þessu en karlar, frétti af einum verkfræðingi sem var sagt upp núna um mánaðarmótin, þar var fjölda manns sagt upp, en hún var eini íslenski verkfræðingurinn sem var með masterspróf sem fékk uppsagnarbréfið. Hitt voru allt útlendingar eða verkfræðingar sem aðeins höfðu lokið BS prófi. Þarna kom upp ónotatilfinning, er henni sagt upp af því hún er kona, er litið svo á að karlarnir séu fyrirvinnur og því sé verra að segja þeim upp eða... reyndar má svo sem bæta því við að þessi kona er einstæð móðir með eitt barn og eina fyrirvinnan á sínu heimili.

Annað er það sem ég fór að spá í líka, en það er hvort konur séu þannig gerðar að þær eigi auðveldara með að takast á við atvinnuleysi en karlar, þær hafa svo sem oft fjölskylduna og heimilið að hugsa um og geta þá einhent sér í það að sinna því að meiri elju en áður. Einnig getur verið að uppsagnir séu ennþá meira skipbrot fyrir karlmenn og álitshnekkir en konur. Bara pæling.

Sem dæmi var ég á fundi í gær. Atvinnuleysi barst í tal og ein af okkar eldri konum fór að rifja upp þegar síðast var nokkuð atvinnuleysi hjá verkfræðingum en það var árið 1992. Hún ræddi það að þá hefðu þau oft hist svona til að ræða málin í atvinnuleysinu og svo lýsti hún því hvernig þessir ungu, flottu, huggulegu menn, sem höfðu verið í fínum stöðum en misst þær og jeppana í leiðinni, voru algjörlega niðurbrotnir, en samt áttu þeir framtíðina fyrir sér eins og hún orðaði það, en sjálf var hún um fimmtugt á þessum árum. Svona til gamans þá sagði ein okkar þetta í framhaldinu:"Það er alltaf eins og það sé skorið undan þessum elskum þegar þeir missa jeppana".
Önnur kona í hópnum, sagði okkur frá kunningjakonu okkar sem nýlega hefði misst vinnunna og hefði sent henni póst þar sem hún sagði frá því að hún ætlaði að safna saman hóp af atvinnulausum konum og mynda svona stuðningshóp og bætti svo við að hún hefði prjónahúfur til sölu og tæki að sér að baka smákökur fyrir jólin fyrir önnum kafnar húsmæður....
Sú þriðja sagðist hafa fengið uppsagnarbréf núna um mánaðarmótin og væri að spá í að skella sér í doktorsnám.
Enn og aftur sannaði þetta fyrir mér hvað konur geta verið flottar og frábærar þegar þær vilja, við björgum okkur og höfum alltaf gert.

Verður "Nýja Ísland" byggt upp af konum?

fimmtudagur, desember 04, 2008

Snillingarnir hjá Baggalúti.

ÞAÐ KOMA VONANDI JÓL

Allflestar útgönguspár
eru á eina lund;
þetta var skelfilegt ár.
Hér út við heimskautsins baug
hnípin þjóð – þráðbeint á höfuðið flaug.

Allt þetta útrásarpakk
át á sig gat
svo loftbólan sprakk.
Nú eru lífskjörin skert, mannorðið svert,
Hvað hafið þið gert?

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við skellum könnu upp á stól
og Sollu í kjól.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir verðbólguskot
– þjóðargjaldþrot.

Við áttum íbúð og bens
og orlofshús.
Allt meikaði sens.
Góðgerðir gáfum og blóð
greiddum í – dulítinn séreignasjóð.

En nú er allt þetta breytt og eftir er
nákvæmlega ekki neitt.
Já nú er útlitið dökkt
ljósið er slökkt
og við erum fökkt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Þó vanti möndlu í graut
og amerískt skraut.
Þrátt fyrir allt
þrátt fyrir háðung og smán
– myntkörfulán.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við étum á okkur gat
af innlendan mat.
Og þrátt fyrir allt
misnotum sykur og salt.

Það koma vonandi jól
með hækkandi sól.
Við krössum afmælið hans
– heimslausnarans.
Því að þrátt fyrir allt
drekkum við mysu í malt.


Hægt er að sækja lagið hér... http://baggalutur.is/jol/2008.php

Davíð... eina ferðin enn...


Vitiði mér finnst Davíð "æðislegur" í þeirri merkingu sem þið viljið hafa það. Það er spurning hvort hann sé ekki bara "æðislegur" í þeirri merkingu að hann sé hreinlega "óður" og á hann sé runnið "æði". Mér finnst að þessi þjóð ætti nú að setja hann af og hætta að hlusta á hann. Á meðan öll þjóðin stendur á öndinni í hvert sinn sem maðurinn opnar munninn er tilgangi hans náð. Hann vill að öll þjóðin standi á öndinni, hann vill að allir hlusti á sig, hann vill vera á annarri hverri bloggsíðu og hverri einustu forsíðu. Hann vill vera í öllum fréttatímum og hann vill athygli sama hvort hún er jákvæð eða neikvæð. Það er bara Davíð.

Eigum við ekki bara að setja hann af og nota það bragð á hann sem virkar best á óþekka krakka, hætta bara að hlusta. Semsagt algjörlega láta það inn um annað og út um hitt sem hann segir.

Samtaka nú.

mánudagur, desember 01, 2008

Smá nostalgía.


Árið 1973 var maður framtakssamur og lét verkin tala hehehe....

Smá umhugsunarefni.

Svona í amstri dagsins fær maður sendan heilan helling af alls konar póstum, ég ákvað að setja þetta hérna í stað þess að framsenda þetta á þá vini sem ég á. Veit ekki hvort er betra en það skiptir ekki.....

Svo er nú líka annað, en á þessum árstíma eru jólahlaðborðin og skemmtanir yfirhöfuð mjög algengar svo ekki veitir manni af smá áminningu...


Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa
gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði 'Þetta
á eftirað taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði'.

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju
árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo
eftir jólin.
Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða
verðin, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur.
Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina
á honum 'amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?' Gamla konan
svaraði 'þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan
mín' Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði
sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til
hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. 'Þetta er dúkkan
sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin.

Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með
dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði
við mig sorgmæddur 'Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar
sem hún en núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni
hana þegar hún fer þangað'. Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði
þetta.

'Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að
mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með
dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana'.

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til
mín og sagði 'Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax.

Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni' Svo
sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. 'Ég
vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei'

'Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara,
en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni'.

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög
hljóðlátur. Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði
við strákinn 'en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að
þú eigir nógan pening?' Allt í lagi sagði strákurinn 'ég vona að ég eigi nóg'

Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því
og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og
meira að segja smá afgangur.

Litli strákurinn sagði 'Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening.
Svo leit hann á mig og sagði ' Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð
um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna
handa systur minni. Hann heyrði til mín'

'Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós
handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg
til að kaupa rósina líka'. Sko mamma elskar hvíta rós'.

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég
kláraði að versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla
strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan 'maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru
í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái' Fjölskyldan varð að
ákveða hvort það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga
konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að
unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og
keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna
og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var í kjól, hélt á fallegri hvítri rós með myndinni
af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar.
Ástin sem þessi itli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann
dag í dag, erfitt að ímynda sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður
þetta allt frá honum.


Eigið góðar stundir..

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Strákar og munið svo, ja kannski stelpur líka.

"Whatever you give a woman, she will make greater. If you give her sperm, she'll give you a baby. If you give her a house, she'll give you a home. If you give her groceries, she'll give you a meal. If you give her a smile, she'll give you her heart. She multiplies and enlarges what is given to her. So, if you give her any crap, be ready to receive a ton of shit.”

Viðhorf



Kona ein vaknaði að morgni, leit í spegilinn og sá að hún var aðeins með þrjú hár á höfðinu.
'Jæja' hugsaði hún, ætli ég hafi ekki hárið greitt aftur í dag.'
Sem hún og gerði og átti fínan dag.
Næsta dag vaknaði hún, leit í spegilinn og sá að hún var aðeins með tvö hár á höfðinu.
'H-M-M,' hugsaði hún, 'Ætli ég skipti ekki bara í miðju í dag.'
Sem hún og gerði og átti frábæran dag.
Næsta dag vaknaði hún, leit í spegilinn og sá að það var aðeins eitt hár á höfðinu.
'Jæja,' sagði hún, ætli ég verði ekki með hárið í tagli í dag.'
Sem hún og gerði og átti skemmtilegan dag.
Næsta dag vaknar hún, lítur í spegilinn og sér að það var ekki stingandi strá á höfðinu.
'YAY!' hrópaði hún.
'Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hárgreiðslu í dag!'
Allt snýst þetta um viðhorf.
Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi...
það snýst um að dansa í rigningunni.

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Ekki grænan grun......

Ég hef soldið velt því fyrir mér hvað sé rétt að gera í þessari stöðu sem við erum komin í hérna á þessu ísa kalda landi. Eigum við að kjósa strax, eigum við að kjósa á næsta ári, eigum við að gefa þessari stjórn sem nú er tækifæri til að taka til draslið eftir sjálfa sig áður en öðrum verður hleypt að?

Ég er svo sem á því að ekki borgi sig að kjósa strax, nú þurfa allir að beita kröftum sínum að því að ausa bátinn og reyna að bjarga því sem bjargað verður. En það mætti alveg taka soldið til, setja þarf Davíð af í Seðlabankanum, Bankamálaráðherra Björgvin mætti líka fara, setja nýja menn í fjármálaeftirlitið og svo mætti taka aðeins betur til í bönkunum. Mér sýnist krafan verða sú að það verði kosningar, en er þetta ekki sama fólkið sem við myndum kjósa ef kosið yrði fljótt aftur, verður ekki að gefa nýjum öflum tíma til þess að koma fram á völlinn, nýtt fólk. Þannig að ég sé fram á kosningar næsta haust kannski. En svo veður líka að treysta því að stjórnmálamenn beiti kröftum sínum í að bjarga málunum en láti ekki bara allt reika á reiðanum á meðan þeir fara í kosningabaráttu.

Hvað á að gera við krónuna, eigum við að henda henni strax og skipta yfir í einhvern annan gjaldmiðil? Er þá dollarinn betri en Evran eða eigum við að skoða einhvern allt annan gjaldmiðil, norska krónu kannski, svissneska franka, japanskt yen, rússneskar rúblur??? Vitiði í fyrsta skipti í langan tíma þá hef ég ekki glóru, og ég ætla ekki að reyna að þykjast hafa vit á þessu. Ég held að það sé kominn tími til að ég haldi bara kj.... og treysti öðrum til að taka ákvarðanir í þessu máli. Og ykkur að segja, þá er ég rosalega fegin að vera ekki í þeirri stöðu að það sé eitthvað hlustað á mig og hugsanlega farið eftir því sem ég segði þar sem ég hef ekki grænan grun.

En knúsið nú hvort annað og smælið framan í heiminn, því lífið er svo yndislegt.

laugardagur, nóvember 22, 2008

Fókus.


Fór í gær á opnun á ljósmyndasýningu FÓKUS, félag áhugaljósmyndara, í Smáralindinni. Þema þessarar sýningar er RAUTT, semsagt það er eitthvað rautt á öllum myndunum. Ég hvet ykkur til að kíkja á myndirnar næst þegar þið eigið leið hjá, en þær eru virkilega flottar.


föstudagur, nóvember 21, 2008

Ísland er land þitt.

Fékk þetta sent, frábær texti eftir Hallgrím Helga, syngjum með honum:

Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð


Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf


Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"


Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut


Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert


Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf


Höf: Hallgrímur Helgasson

Krónan!


Sko var að spá.... er ekki betra að taka upp gömlu álkrónuna aftur áður en við reynum að setja hana á flot.... Hún flaut þó allavega, er ansi hrædd um að þessi króna sem við höfum í dag eigi bara eftir að sökkva.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Davíð og IMF

Las útdrátt úr ræðunni hans Davíð, sem hann flutti á Viðskiptaþingi, um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, hann er skeleggur kallinn og auðvitað hefur þessi ræða valdið þvílíkum deilum í þjóðfélaginu, eins og við var að búast þegar hann er annars vegar. Þjóðin virðist soldið skiptast í tvennt eftir því hvort það hatar eða elskar Davíð......

Ég veit eiginlega ekki alveg hvorum hópnum ég tilheyri, það var svo sem alveg fullt þarna sem hann sagði sem er örugglega rétt og satt, en á móti kemur að hann getur nú ekki alveg fríað sig ábyrgð á því sem gerst hefur þar sem hann er nú búinn að vera við stjórnvölinn vel á annan tug ára. Mér finnst bara eitthvað svo ófagmannlegt að geta ekki viðurkennt að maður hafi gert mistök en benda alltaf á hina, en það er bara ég.

Annað mál er þetta Alþjóðagjaldeyrissjóðslán. Ég held og vil trúa því að það hafi verið það eina sem hægt var að gera í stöðunni eins og hún var orðin. Þau ríki sem vildu aðstoða okkur settu það líka sem skilyrði að lánið fengist frá IMF. Þannig að nú vil ég fara að sjá einhverjar framfarir, ég meina það við erum búin að vera að bíða eftir þessu láni í 50 daga eða svo og nú er það í höfn, þannig..... áfram nú.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Ást er......


Fékk yndislegan póst í morgun verð að setja valin atriði úr honum hér, en málið er að 4-8 ára börn voru látin svara spurningunni Hvað er ást? Njótið vel.

'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebekka 8 ára


'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy – 4 ára


'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl – 5 ára


'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy – 6 ára


Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri – 4 ára


'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny – 7 ára


'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily – 8 ára


'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'
Bobby – 7 ára


'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka – 6 ára


'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle – 7 ára


'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy – 6 ára


'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy – 8 ára


'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'
Clare – 6 ára


'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára


'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'
Chris – 7 ára


'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann – 4 ára


'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren – 4 ára


'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen – 7 ára


'Þú ættir ekki að segja “Ég elska þig” nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft. Fólk gleymir.'
Jessica – 8 ára

mánudagur, nóvember 17, 2008

One of these days!!

Jæja, kæru lesendur, þetta er einn af þessum dögum.... mundi eftir þessari bæn í morgun og hún á vel við.

Góði guð.
Það sem af er deginu hef ég gert allt rétt.
Ég hef ekkert slúðrað, ekki misst stjórn á skapi mínu,
ekki verið gráður, geðill, dónaleg, eigingjörn eða lamið neinn.
Ég hef ekki grenjað, blótað eða borðað neitt súkkulaði.
Hinsvegar ætla ég mér að fara fram úr rúminu
eftir nokkrar minútur og eftir það vantar mig
miklu meiri HJÁLP.

Eigið góðan dag :)

sunnudagur, nóvember 16, 2008

"Aðgerðarpakki" ríkisstjórnarinnar.

Ég beið spennt eins og a.m.k. hálf þjóðin á föstudag eftir að gerð yrði grein fyrir hinum fræga "aðgerðarpakka" ríkisstjórnarinnar. Mér fannst þetta svo bara vera píp.... í alvöru. Þarna var verið að kynna ráðstafanir sem langflestar miðuðu að því að mýkja fall þeirra sem fara á hausinn, þarna var eiginlega ekkert fyrir svona venjulegar fjölskyldur eins og mína. Það sem helst kemur við mína buddu í þessum pakka var að það á að smyrja verðbæturnar á lánin til fleiri ára í stað þess að hækka þau strax um þessi rúmlega 20% sem verðbólgan stendur í í dag. Sko takið eftir lánin ykkar hækka samt um 20% en það geta bara liðið nokkur ár þangað til allar verðbæturnar verða komnar á lánið. Svo á að hætta að skuldajafna vaxtabótum og barnabótum.... hey það er bara gert við fólk sem er í vanskilum, hvað með okkur hin sem aldrei og þá meina ég aldrei hafa borgað dráttarvexti heldur greiðum okkar skuldir ávallt á gjalddaga. Svo var talað um að dreifa barnabótum á 12 mánuði í stað þess að greiða þær á 3ja mánaða fresti.... hvað með okkur sem varla sjáum barnabætur og í raun hafði ég aldrei séð slíkt síðan ég bjó í Danmörku fyrr en ég var orðin einstæð, þá sáust þær aðeins í bókhaldinu hjá mér, en ef þær eiga að koma í hverjum mánuði þá gleymast þær nú bara í súpunni. Það er eiginlega betra að fá einhvern smápening á 3ja mánaða fresti og gera þá eitthvað fyrir krakkana í stað þess að smyrja þessu á 12 mánuði. Þannig að ég gef bara skít í þennan fræga, margumtalaða "aðgerðarpakka".
Og svo er stóra spurningin hvað á að gera í þessu láni frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, eigum við að taka það til að bjarga þessari verðlausu, einskisnýtu krónu eða eigum við bara að skpta yfir í annan gjaldeyri og sleppa því. Fáum við þetta lán yfirhöfuð, fer það allt í þessa innlánsreikninga í útlöndum eða breytir það einhverju hérna heima, svona í praksís?

Svona smá pirr.....

laugardagur, nóvember 15, 2008

Bond, James Bond!


Já það er annað hvort of eða van með þetta blessaða blogg. Stundum líða heilu vikurnar án þess að maður setji neitt á blað en svo koma nokkrir póstar á dag. Já svona er maður skrítinn stundum, það gera sennilega þessar pabbahelgar, maður verður svo eirðarlaus eitthvað.


En allavega fór með Skvísunni minni (já ég ætla að hætta að kalla hana Gelgju, hún á það ekki skilið er svo laus við alla þessa gelgjustæla, er eiginlega bara alveg yndisleg þessi elska) í bíó í gær. Sáum "Quantum of Solace". Sko, hmmm... ég er búin að fara á allar Bond myndir sem sýndar hafa verið frá því ég fór að hafa vit á bíói og Roger Moore var svona minn Bond, reyndar fannst mér Pierce Brosnan líka mjög góður.


Mér finnst Daniel Craig svaka flottur og allt það, en hann er ekki eins skemmtilegur og James Bond á að vera, hann er mun kaldari, ofbeldisfyllri og meira harðbrjósta en fyrirrennarar hans. Í þessari mynd er hann drifinn áfram af hatri, reiði og hefndarþorsta og það bara kann ekki góðri lukku að stýra. Þetta er góð hasamynd en ekki nógu góð Bond mynd, ef þið skiljið hvað ég er að meina. Það er nóg af hraða og spennu, vantar ekki eltingaleikina á bílum, á fæti, á bátum og meira að segja á flugvélum, en það vantar húmorinn. Hann er líka ekki með nema einni stelpu í myndinni (ég er nú ekkert að kvarta yfir því svo sem) en sem er nú kannski leið til að nútímavæða Bondinn þar sem það þykir ekkert voðalega karlmannlegt lengur að fleka heilt kvennablaklið eða svo í einni bíómynd. Að öðru leyti var þetta svo sem mjög góð skemmtun og sætu stelpurnar, flottu bílarnir og útsjónasami Bondinn voru öll þarna.

Fjallganga

Fór í fjallgöngu áðan, það var afskaplega hressandi ferð, enda mikið rok. Við fórum reyndar ekki nema 6 foreldrar á Mosfellið hér í sveit. Rokið var svo mikið á hluta af leiðinni að ég varla stóð og hvað þá komst áfram, sem betur fer er nú "fallþunginn" ágætur svo ég fauk ekki út í loftið. Meira að segja hundurinn var í mestu hviðunum farin að grafa sig niður í snjóinn, en hún stóð sig eins og hetja að smala liðinu saman, hehehe.... hún hljóp alla leiðina frá fremsta manni að þeim aftasta og svo til baka... fram og til baka... Þegar á toppinn var komið rifjuðum við upp þetta ljóð eftir hann Tómas Guðmundsson.
I.
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Klífa skriður.
Skríða kletta.
Velta niður.
Vera að detta.
Hrufla sig á hverjum steini.
Halda, að sárið nái beini.
Finna, hvernig hjartað berst,
holdið merst
og tungan skerst.
Ráma allt í einu í Drottin:
,,Elsku Drottinn,
núna var ég nærri dottinn!
Þér ég lofa því að fara
þvílíkt aldrei framar, bara
ef þú heldur í mig núna!''
Öðlast lítinn styrk við trúna.
Vera að missa vit og ráð,
þegar hæsta hjalla er náð.

II.
Hreykja sér á hæsta steininn.
Hvíla beinin.
Ná í sína nestistösku.
Nafn sitt leggja í tóma flösku.
Standa upp og rápa.
Glápa.
Rifja upp
og reyna að muna
fjallanöfnin:
náttúruna.
Leita og finna
eitt og eitt.
Landslag yrði
lítils virði,
ef það héti ekki neitt.

III.
Verða kalt, er kvöldar að.
halda seint og hægt af stað.
Mjakast eftir mosatónum.
Missa hælinn undan skónum.
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr í móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
Hugsa sér,
að höndin sleppi.
Hugsa sér,
að steinninn skreppi.
Vita urðir við sér taka.
Heyra í sínum beinum braka.
Deyja, áður en dagur rynni.
Finnast ekki einu sinni.

IV.
Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
Dreyma margar næstu nætur
hrap í björgum, brotna fætur.
Segja löngu seinna frá því
,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!
Fjöllunum ungur eiða sór ég,
enda gat ei farið hjá því,
að ég kæmist upp á tindinn.
Leiðin er að vísu varla
vogandi nema hraustum taugum,
en mér fannst bara best
að fara beint af augum.

föstudagur, nóvember 14, 2008

Sigga Lund á FM

Ég hlusta nú oftast á útvarpið á leiðinni í vinnuna og er það svona upp og ofan hvaða stöð verður ofaná, þegar Unglingurinn er búinn að vera með bílinn þá er það yfirleitt X-ið, ef Gelgjan hefur verið með mér í bílnum þá er það FM957 og svo á ég það til að flakka á milli, Léttbylgjan, Bylgjan, Rás2, Saga ofl. ofl.
Í morgun var FM957 á og eru þau þarna kjánarnir á Súper að flippa, mér finnst hún Sigga eitthvað svo einlæg, hún minnir mig stundum á sjálfa mig, þegar ég læt ýmislegt flakka á kaffistofunni hérna í vinnunni. En allavega barst Robert Downey jr. í tal þarna í morgun og hún missti það út úr sér hvað þetta væri fallegur maður og auðvitað gripu þeir þetta þarna vitleysingarnir sem eru með henni og snéru þessu á alla kanta, fóru að ræða kynlífstæki ofl ofl. en svo kom gullkornið sem ég greip og sem fékk mig til að skella uppúr... Þeir fóru að spyrja Siggu hvað væri orðið langt siðan hún hætti með kærastanum og það eru einhverjir mánuðir og svo missir hún útúr sér að hún vonaði að hún væri nú ekki eina konan sem þetta gerðist fyrir, en það væri soldið svoleiðis hjá henni að þegar einhverjir mánuðir væru liðnir frá því að hún hefði verið með karlmanni, þá færi hún að horfa á karlmenn "öðru vísi" hehehe.... ég get sko sannfært hana um það að hún er ekki ein í heiminum með þetta vandamál......

Smá hugleiðing

Jæja fékk þetta sent í pósti, hef svo sem séð þetta áður en mikið afskaplega er gott að rifja svona upp annað slagið.

WHAT COME AROUND, GOES AROUND!

We all know or knew someone like this!!
One day, when I was a freshman in high school, I saw a kid from my class was walking home from school. His name was Kyle. It looked like he was carrying all of his books. I thought to myself, 'Why would anyone bring home all his books on a Friday? He must really be a nerd.' I had quite a weekend planned (parties and a football game with my friends tomorrow afternoon), so I shrugged my shoulders and went on.

As I was walking, I saw a bunch of kids running toward him. They ran at him, knocking all his books out of his arms and tripping him so he landed in the dirt. His glasses went flying, and I saw them land in the grass about ten feet from him. He looked up and I saw this terrible sadness in his eyes My heart went out to him. So, I jogged over to him as he crawled around looking for his glasses, and I saw a tear in his eye. As I handed him his glasses, I said, 'Those guys are jerks. They really should get lives. ' He looked at me and said, 'Hey thanks!' There was a big smile on his face. It was one of those smiles that showed real gratitude.

I helped him pick up his books, and asked him where he lived. As it turned out, he lived near me, so I asked him why I had never seen him before. He said he had gone to private school before now. I would have never hung out with a private school kid before. We talked all the way home, and I carried some of his books. He turned out to be a pretty cool kid. I asked him if he wanted to play a little football with my friends He said yes.

We hung out all weekend and the more I got to know Kyle, the more I liked him, and my friends thought the same of him. Monday morning came, and there was Kyle with the huge stack of books again. I stopped him and said, 'Boy,you are gonna really build some serious muscles with this pile of books everyday! ' He just laughed and handed me half the books. Over the next four years, Kyle and I became best friends...

When we were seniors we began to think about college. Kyle decided on Georgetown and I was going to Duke. I knew that we would always be friends, that the miles would never be a problem. He was going to be a doctor and I was going for business on a football scholarship. Kyle was valedictorian of our class. I teased him all the time about being a nerd. He had to prepare a speech for graduation.I was so glad it wasn't me having to get up there and speak.

Graduation day, I saw Kyle. He looked great. He was one of those guys that really found himself during high school. He filled out and actually looked good in glasses. He had more dates than I had and all the girls loved him. Boy, sometimes I was jealous! Today was one of those days. I could see that he was nervous about his speech. So, I smacked him on the back and said, 'Hey, big guy, you'll be great!' He looked at me with one of those looks (the really grateful one) and smiled. ' Thanks,' he said.

As he started his speech, he cleared his throat, and began 'Graduation is a time to thank those who helped you make it through those tough years. Your parents, your teachers, your siblings, maybe a coach...but mostly your friends... I am here to tell all of you that being a friend to someone is the best gift you can give them. I am going to tell you a story.' I just looked at my friend with disbelief as he told the story of the first day we met. He had planned to kill himself over the weekend. He talked of how he had cleaned out his locker so his Mom wouldn't have to do it later and was carrying his stuff home. He looked hard at me and gave me a little smile. 'Thankfully, I was saved. My friend saved me from doing the unspeakable.' I heard the gasp go through the crowd as this handsome, popular boy told us all about his weakest moment. I saw his Mom and dad looking at me and smiling that same grateful smile. Not until that moment did I realize it's depth.

Never underestimate the power of your actions. With one small gesture you can change a person's life. For better or for worse. God puts us all in each others lives to impact one another in some way.

Look for Good in others.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Komdu út.

Næstkomandi laugardag þann 15. nóvember mun skátafélagið Mosverjar standa fyrir gönguferð á Mosfell. Safnast verður við skátaheimilið við Varmá kl. 10:00 og sameinast í bíla.

Mér finnst þetta frábært framtak hjá þeim í skátafélaginu að drífa sveitunga vora á fjöll í sveitinni okkar. Ég ætla að fara með Tinnu mína og hreyfa okkur "mæðgurnar".

Annars ákvað ég það þegar ég fékk hana að 15. nóvember væri afmælisdagurinn hennar, en málið er að ég fæ hana í lok apríl í fyrra og þá var mér sagt að hún væri rúmlega 5 mánaða þannig að ég taldi af minni alkunnu snilld mánuðina til baka og komst að þessari niðurstöðu. Semsagt hún Tinna okkar á afmæli á laugardag og verður þá 2ja ára, sem gerir 14 ára í hundaárum. Bara orðin gelgja þessi elska.

Og svo út að ganga, vonast til að sjá sem flesta á laugardagsmorgun.

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Ljóð dagsins!

Kannski ég ætti að koma upp nýjum sið, þ.e. að hafa hér ljóð dagsins, fékk þetta sent í pósti og að lesa þetta fær mann til að líða vel svo það er tilvalið að deila því með ykkur. Eigið góðan dag og knúsið hvort annað.

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Stjórnmál....

Stundum er gott að gleyma sér yfir einum og einum brandara... hér er einn sem á kannski ágætlega við... ;)

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.

Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.

Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...


Brosið...

Ástand mála......

Nýjasta vísa um ástand mála í þjóðríkinu er eftir Hjálmar Freysteinsson lækni:

Okkar hagur heldur skánar

Heimurinn mun fatta senn

að Íslendingar eru bjánar

en ekki hryðjuverkamenn.

mánudagur, nóvember 10, 2008

Himnaríki og helvíti!

Enn á ný, fæ ég póst sem ég verð að deila með ykkur, vona að þetta vekji fólk til umhugsunar.

Helgur maður var í viðræðum við Guð og sagði: 'Guð, mig langar að vita hver munurinn er á himni og helvíti.'
Við svo búið fór Guð með manninn að tvennum dyrum.
Hann opnaði aðra þeirra og hinn helgi maður leit inn.
Í miðju herbergisins var stórt hringlaga borð.
Á miðju borðsins var stór pottur með pottrétti sem ilmaði svo vel að hinn helgi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið sem sat við borðið var horað og veiklulegt.
Það leit út fyrir að vera að svelta í hel.
Fólkið hélt að skeiðum með löngu handfangi og hendur þeirra voru bundnar við stólana en þó gátu þau veitt matinn upp úr pottinum með skeiðinni.
En þar sem handföngin á skeiðunum voru lengri en hendur þeirra þá gátu þau ekki komið matnum úr skeiðinni upp í sig.
Hinn helgi maður varð undrandi á þeirri eymd og þjáningu sem við honum blasti.
Guð sagði, 'Þú hefur nú séð inn í helvíti.'

Síðan fóru þeir að næstu hurð og opnuðu hana.
Við blasti sama sjón og í fyrra herberginu.
Stórt hringlaga borð með stórum potti fullum af pottrétti sem einnig varð til þess að hinn heilagi maður fékk vatn í munninn.
Fólkið hafði sama búnað, þ.e. skeiðar með löngu handfangi. Munurinn var hins þegar sá að þetta fólk var vel haldið, kátt,hresst og talaði saman.
Þetta sagðist hinn helgi maður ekki skilja.
Þetta er einfalt, sagði Guð.
En þetta krefst eins hæfileika.
Eins og þú sérð þá hefur þetta fólk lært að mata hvert annað á meðan að hinir gráðugu hugsa eingöngu um sjálfan sig.

Á barnum!


Fann þennan brandara á netinu...

Barþjónninn veit hver þú ert !

- drykkurinn segir allt...

Áður en þú pantar drykk á barnum ættirðu að lesa þetta vandlega. Sjö barþjónar frá New York voru spurðir að því hvort þeir gætu sagt til um persónuleika kvenna eftir því hvað þær pöntuðu sér á barnum. Þrátt fyrir að vera spurðir í sitt hvoru lagi voru svörin nánast þau sömu.

Niðurstöðurnar:


Drykkur: Bjór

Persónuleiki: Óformleg, ekki þurftafrek; jarðbundin.
Nálgun: Skoraðu á hana í billjard.

Drykkur: Hrærðir drykkir

Persónuleiki: Óáreiðanleg, síkvartandi, skapraunandi; alveg óþolandi.
Nálgun: Forðastu hana nema þú viljir vera skósveinninn hennar.

Drykkur: Blandaðir drykkir

Persónuleiki: Þroskuð, fáguð, þurftafrek, horfir í hvert smáatriði; veit upp á hár hvað hún vil.
Nálgun: Þú þarft ekki að nálgast hana. Ef hún hefur áhuga mun hún senda ÞÉR drykk.

Drykkur: Léttvín (Zinfandel hvítvín undanskilið)

Persónuleiki: Íhaldssöm og smekkleg; veraldarvön en fjörkálfur.
Nálgun: Segðu henni að þú elskir að ferðast og njóta rólegra kvöldstunda í góðra vina hópi.

Drykkur: Zinfandel hvítvín

Persónuleiki: Einföld; telur sig vera smekklega og veraldarvana en hefur í raun enga hugmynd hvað það er.
Nálgun: Láttu henni finnast hún klárari en hún í raun er... þetta ætti að vera einfalt skotmark.

Drykkur: Skot

Persónuleiki: Kann því vel að hanga með hóp stráka og er mikið fyrir að vera vel drukkin... og nakin!
Nálgun: Auðveldasta skotmarkið á staðnum. Þú hefur heppnina með þér. Gerðu ekkert nema bíða, en ekki reita hana til reiði!

Drykkur: Tequila

Engin þörf á frekari skýringum - segir allt sem segja þarf.

SVO, smá viðauki um karlmennina - en aðförin að strákum er alltaf Mjög einföld og skilvirk:


Innlendur bjór
: Hann er fátækur og langar að ríða.

Innfluttur bjór:
Hann kann að meta góðan bjór og langar að ríða.

Vín:
Hann lifir í þeirri von að vínið gefi honum veraldarvant yfirbragð sem auki líkurnar á að fá á broddinn.

Viskí:
Honum er skítsama um allt nema að fá á broddinn.

Tequila:
Hann telur sig eiga sjens í tannlausu þjónustukonuna.

Zinfandel hvítvín:
Hann er hommi!

p.s. undirrituð drekkur yfirleitt vín, en ekki Zinfandel... gæti sko alveg passað....

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Sambandsleysi!


Ég átti yndislega helgi, nei ekki misskilja mig, það var ekki helgi í sumarbústað með ástinni minni, teljandi stjörnur með kampavín í heita pottinum..... hmmm... kannski á ég einhvern tíman eftir að eiga slíka helgi....

Nei, ég fór með tæplega 70 manns aðallega krökkum á aldrinum 10-15 ára í félagsútilega skátafélagasins okkar hérna í Mosó. Fórum að Laugum í Sælingsdal, sögusvið Laxdælu, reyndar er mjög langt síðan ég las Laxdælu síðast, en ég er að spá í að rifja hana upp fljótlega (hvar eru þessir 30 tímar í sólarhringnum sem ég pantaði í síðustu kosningum hmmm...). Mitt hlutverk í þessari útilegu var eldabuskuhlutverkið ásamt nokkrum hressum foreldrum öðrum. Ég fór með Skottið og Gelgjan var þarna með sínum skátaflokki, hún setti reyndar upp skeifu þegar hún frétti af því að ég ætlaði með, en ég held að það hafi aðallega verið í nösunum á henni allavega var hún alveg til í að fíflast aðeins með systur sinni í sundlaugardiskóinu sem var rétt eftir að við komum vestur á föstudagskvöldinu. Við fórum vestur í rútunni með öllum skátunum (svaka sport hjá þeirri Stuttu), en um það leyti sem við lögðum af stað spurði Skottið mig að því hvort við myndum bara fá lánað tjald.... hún var nefnilega á leiðinni í útilegu og maður er auðvitað í tjaldi í útilegu, alveg óháð því hvort það er sumar eða byrjun nóvember!! Ég svaraði því til að við yrðum í húsi, það kom aðeins svona hugsandi svipur á hana en svo sagði hún: "Ég hef aldrei verið í svona "húsaútilegu""...........

Að Laugum í Sælingsdal er í dag rekið Eddu hótel á sumrin, skildist reyndar að það væri hótel þarna allt árið og ungmennabúðir sem reknar eru á veturnar og þarna koma heilu árgangarnir og eru eina viku í senn, skildist að það væru aðallega 9undu bekkingar sem kæmu og fræðsluefnið væri miðað við það. Þarna er mjög góð aðstaða og meira að segja hægt að fara á "sokkunum" í sund og í íþróttahúsið, þ.e. hægt að ganga innandyra á milli.

Þeir vita það sem hafa farið sem eldabuskur með svona unglingahópi að það er nú ekki mikið um frítíma, maður er eiginlega í eldhúsinu allan daginn 16 tíma á dag hehehe... Allavega var maður mættur kl. 8:00 á morgnana, búa til hafragraut, smyrja brauð, skera ávexti, blanda djús... osfrv. osfrv. morgunmatur er kl. 9:00 þá er maður frammi í grautarskömmtun og að fylla á það sem klárast, þegar morgunmatnum lýkur, þarf að ganga frá, vaska upp, þurrka af borðum og klukkan orðin 10:00 áður en maður veit af, svo er mæting kl. 11:00 til að undirbúa hádegismat, og þeirri törn lýkur um 13:00, á laugardeginum var svo valdagsskrá hjá krökkunum og þaraf höfðu 8 skráð sig í bakstur og við sáum auðvitað um það, þeirri törn lauk með síðdegiskaffi og frágangi eftir það um kl. 16:30 og svo var aftur mæting klukkan 18:00 til að elda kvöldmat, törn sem lauk um kl. 20:00 þá var farið með skátunum á kvöldvöku, ofsaleg gaman og svo var kvöldkaffi, kakó, djús, afgangur af kökum dagsins og kex um klukkan 23:30.... Þannig að ekki get ég sagt að ég hafi skoðað mig mikið um í nágrenninu hehehe....

Aðalkosturinn við þessa helgi var eiginlega sá að maður náði algjörlega að kúpla sig frá öllu standinu sem er búið að vera í gangi. Þarna er ekkert GSM símasamband eða internet, það er ekkert sjónvarp í húsinu, allavega ekkert sem við fundum og svo reyndum við að stilla inn á fréttir í útvarpinu sem var í eldhúsinu en fundum enga stöð og enduðum á að setja bara á Eagles, klassagrúbba....

Semsagt alveg fréttalaus helgi.... púff þvílíkur léttir....

föstudagur, nóvember 07, 2008

Halldór Laxnes sveitungi minn :)

Já, hann var nú snillingur þessi maður þó hann væri auðvitað eins og allir almennilegir listamenn misskilinn á meðan hann lifði.....

Halldór Laxness á tilvitnun við hvert tækifæri. Þessi er úr Heimsljósi. Orðin sjötíu ára gömul en hittir beint í mark.

“Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka
Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum.
Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem
einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur
sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka
Bánkanum.”


Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"


Endilega farið nú að lesa.... góð og ódýr skemmtun í mesta skammdeginu... ;)

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Hundalogík


Fór á fyrirlestur í síðustu viku þar sem verkfræðingur sem vinnur í banka reyndi að útskýra fyrir okkur hinum verkfræðingunum hvað hefði gerst í bankaheiminum sem olli þessu hruni og svona helstu hugtök í þessum heimi eins og skortsala, gírun, skuldavafningar, fjármálaafurðir, markaðsáhætta ofl. ofl. Hann útskýrði þetta fyrir okkur hinum með því að líkja peningum ja eða "ímynduðum peningum" við hunda. Fór í smá leik þar sem hann útskýrði það hvernig maður gæti líftryggt hund nágrannans og svo skotið hann til að fá líftrygginguna borgaða....

Hafiði spáð í það hvað "skortsala" er? Það er þegar ég sel þér hlutabréf fyrir 100 kall, ég sannfæri þig um að þetta séu góð kaup. Í raunveruleikanum á ég ekki þessi hlutabréf heldur fékk þau lánuð hjá nágrannanum gegn loforði um að ég myndi borga honum þau seinna. Ok, nú veðja ég á að hlutabréfin lækki og þau gera það og þá greiði ég eigandanum þ.e. nágrannanum þau á 80 kall og hirði mismuninn. Lesið þetta aftur með athygli.... þetta eru víst búnir að vera "eðlilegir viðskiptahættir"!

Svo hefur einn bankinn fengið lán hjá Seðlabankanum gegn veði í hlutabréfum í öðrum... og svo er ekkert eðlilegra en að kaupa sér hlutabréf í banka og láta hlutabréfin sjálf duga sem tryggingu. Sko ef þú færð lán til að kaupa bíl, tekur lánafyrirtækið veð í bílnum en þér ber skylda til að hafa kaskótryggingu á bílnum, ef eitthvað kemur nú fyrir bílinn. Hvað gerist nú ef eitthvað kemur fyrir hlutabréfin, ok þau verða verðlaus, þá bara sorry banki, þú ert hvort eð er kominn á hausinn úr því hlutabréfin þín eru orðin verðlaus og skuldin er bara afskrifuð.

Þessi hlutabréfakaup í bönkunum væri hugsanlega hægt að líkja við það að þú kaupir líftryggingu fyrir hundinn, en þú þarft ekkert að borga líftrygginguna fyrr en hundurinn er dauður og færð trygginguna borgaða og þar með er það orðið þinn hagur að hundurinn drepist sem fyrst........

p.s. myndin er á engan hátt tengd efni pistilsins heldur er fengin úr myndasafni heimilsins og nafn fyrirsætunnar er Tinna.

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

5 steps to happiness:

  1. Find a man who loves housework.
  2. Find a man who makes you laugh.
  3. Find a man who has a great job.
  4. Find a man who's a great lover.
  5. Make sure that none of these men meet each other.

Góður!!

Kaupréttarákvæði bankanna

Sá í blöðunum í morgun hálfstaðfest það sem gekk eins og eldur í sinu um bloggheima og í netpósti í gær. Það er að lykilstarfsmenn bankanna hafi fengið að kaupa hluti í bankanum sínum, bankinn lánaði þeim fyrir honum, örugglega með veði í hlutabréfunum, og gjalddagi var einhvern tíman þegar hentaði, menn áttu ekki að geta tapað á þessu og séð var fram á að verðgildi bankanna myndi hækka með ofurhraða.

Ok, það gerðist sem enginn átti von á, en það var að bankarnir urðu verðlausir og hvað varð þá um "aumingja" starfsmennina sem nú sitja uppi með verðlausan hlut og skuldir uppá tugi eða hundruðir milljóna ja ef ekki milljarða. Hvað er nú til ráða? Sko þetta eru "lykilstarfsmenn", ég meina þetta er örugglega hæfasta fólkið og það má ekki vera í lykilstöðum í bankanum ef það verður gjaldþrota........ Bull.... auðvitað á þetta fólk að greiða sínar skuldir eins og aðrir. Sumir náðu að bjarga sér með því að stofna hlutafélög eins og "skuldirnar_mínar hf" og sleppa þá við persónulegt gjaldþrot.....

Allt þetta fólk er búið að eiga þessa hluti í nokkur ár og það þarf enginn að segja mér að ekki hafi verið greiddur arður úr bönkunum því það hefur verið gert og hvað hefur þetta fólk þá gert við þá peninga, auðvitað á það að skila þeim eins og öðru.... Það er bull að ekki finnist hæft fólk, fullt af atvinnulausu kláru fólki sem gæti stýrt þessu ja ekki síður en þessir "lykilstjórnendur" ég meina það voru nú einu sinni þeir sem settu bankana á hliðina .. ... come on ég skal taka við bankastjórastöðu einhvers staðar, treysti mér sko alveg í það, hef unnið í banka í fjölda ára við góðan orðstý.........

Ég er að hugsa um að senda Pollýönnu í frí.... langt frí....

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Pæliðíðí

Sko, er skrítið að við fólkið í landinu séum soldið komin með nóg......

Ég tel nú að þessir menn eigi nú að sjá sóma sinn í því að láta aðra sjá um að rannsaka mál sona sinna.... come on...

Álíta sig hæfa til að rannsaka

VALTÝR Sigurðsson ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja, í aðdragandanum að falli þeirra. Valtýr Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að starf þeirra Boga nú fælist í því að safna gögnum. Hins vegar væri ekki verið að taka neinar skýrslur af fólki, rannsókn beindist ekki að neinum ákveðnum og enginn hefði stöðu sakbornings. Kæmi til þess yrði það í höndum viðkomandi yfirvalds, efnahagsbrotadeildar, skattayfirvalda eða annarra.
Synir starfa í útrásarfélögumSonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni. Í október 2005 lýsti Bogi sig vanhæfan til að stýra athugun á gögnum í Baugsmálinu, þar sem óhlutdrægni hans var dregin í efa. Það var vegna starfstengsla bróður hans og sona við ákærða endurskoðendur hjá KPMG Endurskoðun hf., þar sem þeir störfuðu á þeim tíma.
„Ég held að hvergi sé hægt að finna nokkurn mann [til að rannsaka þetta] sem er ekki í tengslum við einhvern sjóð, banka eða fyrirtæki. Ég held það verði að stíga varlega til jarðar áður en farið er að tala um vanhæfi á þessu stigi,“ sagði Valtýr. Hann minnir á að verið sé að vinna að því að fá óháða erlenda aðila til að aðstoða við rannsóknina. Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. „...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni,“ sagði Björn.

Heimavinnandi!

Fékk þetta sent í pósti og verð að birta þetta hér.

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu gjörsamlega á hvolfi í húsinu.. Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með nestisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina... Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu.. Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða. Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn. Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið. Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf.... brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar . Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit að konu sinni. Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum að lesa smásögu. Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið. Hann leit á hana ringlaður og spurði, "Hvað skeði hér í dag?" Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði: "Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi eiginlega verið að gera í allan dag?" "Já" segir hann tortrygginn. Hún svarar. "Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!"

Brosið!!

föstudagur, október 31, 2008

Krepputal.

Er eitthvað skrítið þó að þjóðin sé komin á róandi og kvíðastillandi. Fletti að gamni í gegn um fyrirsagnir mbl.is síðasta sólarhringinn. Sko þetta er vísindalega gert.


63 sagt upp á Akranesi
Kaupþing hækkar vexti
Fresta rannsóknarborunum að Þeistareykjum
12 þúsund hafa skrifað undir áskorun
Hrina hópuppsagna hafin
Mosfellsbær tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar
Óljóst með heimssýninguna
Samskip rifar seglin
Landsbankinn hækkar vexti
Starfshópur fjalli um stöðu fjölmiðla
Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Spornað við uppsögnum
Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis
15 sagt upp hjá Nýherja og laun lækkuð
60 sagt upp hjá Ris ehf.
Seðlabankinn í mínus
Stjórn Seðlabankans víki
Árvakur fækkar störfum um 19 og lækkar laun stjórnenda
Áfengi hækkar um 5,25%
„Skelfilegt ástand“
Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum
Sífellt fleiri leita aðstoðar Íbúðalánasjóðs
Salan dregst saman um 40%
Rok og rigning á leiðinni
Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Möguleiki á landflótta?
Turninn klæddur en öðru frestað
Mikill þrýstingur á verðhækkanir í verslunum
Þúsundir starfa tapast á næstunni
Uppsagnir í prentiðnaði tvöfölduðust í október
Uppsagnir hjá Kynnisferðum
Stjórn IMF fjallar um Ísland 5. nóvember
Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur
Hagrætt og sagt upp
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Lýst eftir 15 ára pilti
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Káfaði á 13 ára stúlku
Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Félagar í Eflingu draga úr útgjöldum
Uppsagnir hjá Klæðningu

Fótboltastelpurnar okkar!


Já þær eru sko bara flottastar fótboltastelpurnar okkar. Hjartanlega til hamingju með sigurinn og áfangann!

Áfram Ísland!
Áfram stelpur!

Kreppan borin saman við Afríku

Fékk þetta sent í pósti, njótið vel ;)

Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn
að því að hann fengi áframhaldandi styrk.

Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, og að það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin.
En ef reynt væri að útskýra hið Íslenskakreppuástand fyrir honum gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.

*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!

Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?

*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.

Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir höfuðið lengur!

*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.

En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?

*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.

Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.

*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.

Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.

*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.

Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.

*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.

Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.

Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?

*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.

Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.

*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.

Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?

*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.

Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.

Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?

fimmtudagur, október 30, 2008

Einar Már og reiðin í samfélaginu.

Einar Már er mjög góður rithöfundur og ég hef lesið nokkrar bækurnar hans og haft gaman að. Ljóðin hans er líka góð. Las greinina sem hann skrifaði í Moggann, á þriðjudag held ég að það hafi verið, hann er svo sem ekki að segja neitt nýtt bara að ausa úr skálum reiði sinnar. Það eru margir í þjóðfélaginu í dag sem eru reiðir. Jú, ég get alveg skilið það, en ég vil ekki verða reið. Hef reynt það að vera reið og það er afskaplega slítandi, tætir mann í sundur og rænir mann orku.

Í þessu máli öllu hef ég ákveðið að vera ekki reið, stíga frekar eitt skref afturábak og horfa yfir sviðið, reyna að hjálpa til við að finna lausn á þessu í stað þess að rífa allt niður. Bylting er ekki lausnin, það skiptir ekki máli þó við hengjum 20 og fangelsum 100 það breytir ekki því sem búið er að gera. Og mér finnst bara að við ættum öll að leggjast á eitt og ausa bátinn áður en hann sekkur alveg. Þegar jafnvægi er komið er sjálfsagt að setja af stað óháðar rannsóknir og þá meina ég óháða utanaðkomandi rannsókn, ekki þýðir að láta þessa menn róta í undirfataskúffunum hjá hvor öðrum, kjósa og skipta um menn í brúnni í Seðlabankanum, bara ekki ákkúrat núna, núna skulum við einbeita okkur að því að bjarga því sem bjargað verður.

En ljóðin hans Einars standa fyrir sínu:

Hvort sem sagan
er línurit eða súlurit
í auga hagfræðingsins
er heimurinn
kartafla í lófa guðs.

og eitt gamalt:

Því miður, herra framkvæmdastjóri,
ég hef ekkert að bjóða
í þessum samningaviðræðum
nema þrjú tonn af kokteilsósu,
örfá eintök af dýrafræði Jónasar frá Hriflu
og allar hljómplötur Árna Johnsens.

mánudagur, október 27, 2008

Afmælishelgi !

Já þá er einni afmælishelginni lokið til viðbótar. Hélt uppá 15 ára afmæli dótturinnar í gær. Það er nú þannig að maður ætlar aldrei að læra þetta, það fór lungað af laugardeginum í það að baka og þrífa og svo var afmælið í gær. Þyrfti svo að vera einn dagur til viðbótar til að slaka á. Ætti kannski að prófa að halda þetta á laugardegi næst. Reyndar var þetta yndislegt afmælisboð og alltaf er jafngaman að fá fólkið sitt í heimsókn.

Sonurinn var líka að gera það gott á sundmóti í Hafnarfirði, ofsalega stolt mamma, hann komst í úrslit í 4 af 6 greinum sem hann tók þátt í. Gott fyrir hann að fá smá púst og sjá afrakstur af öllum æfingunum.

Allavega mjög þéttsetin helgi.

föstudagur, október 24, 2008

IMF

Jæja, ráðamenn þjóðarinnar hafa talað. Við ætlum að fá 2ja milljarða lán frá IMF eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem á að hjálpa okkur uppúr versta pyttinum. Vonandi fáum við lán annars staðar frá, t.d. frá Noregi, en það kemur nú í ljós. Þetta eru allavega jákvæðar fréttir fyrir þjóðina held ég. Mér skildist á þeim að ekki yrði um erfið skilyrði að ræða, allavega engin svona óyfirstíganleg.

Mig vantar 250 evrur fyrir næsta föstudag, á einhver svoleiðis sem er tilbúinn að selja mér hehehe...

fimmtudagur, október 23, 2008

Íslenska efnahagsundrið!


Fékk ágætis skýringu á íslenska hlutabréfaruglinu:

Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.

Svo er annað sem ég vil líka tjá mig um. Það eru háværar raddir þess efnis í þjóðfélaginu núna að það eigi bara að skipta um stjórn. Sko ég sé ekki alveg að það skipti öllu máli hver heldur um stýrið á sökkvandi skipi, og svo finnst mér betra að þeir sem eru að reyna að stýra þessu einbeiti sér að því og séu ekki að hugsa um eitthvað annað rétt á meðan.

miðvikudagur, október 22, 2008

Money, money, money....


Það er ýmislegt í þessu "bankamáli" öllu sem ég hreinlega ekki skil.... Sko, ég hef talið mig svona ágætlega vel gefna hingað til, en einhvern veginn er svo margt í þessu sem enginn skilur nema einhverjar örfáar hræður, eða ég ætla nú rétt að vona að þeir skilji þetta.....

Hvaða áhrif á þetta eftir að hafa á budduna mína? Framtíð mína, lífeyrissjóðinn minn, börnin mín? Mér finnst svo mikið rætt um það að það þurfi svona og svona lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum með svona og svona skilyrðum... sko kemur mér það eitthvað við, skiptir það aðal máli fyrir mig hvort lánið fæst frá Rússum, IMF, Norðurlandaþjóðunum eða hvað?? Málið er bara að þessir toppar þarna eiga bara að redda þessu eftir þeim leiðum sem færar eru þannig að það hafi sem minnst áhrif á afkomu mína....

Mér finnst í þessu öllu saman vanta svona almenna umræðu, svona einhvern sem skýrir það út fyrir mér hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á afkomu mína og minna....

mánudagur, október 20, 2008

Virðum lög og reglu allavega lögregluna!



Það kom í fréttum núna um helgina að hópur manna hafi ráðist á lögreglumenn sem komu að í venjulegt útkall, þar sem kvartað var yfir hávaða í heimahúsi. Reyndar var svo tekið fram að um útlendinga hafi verið að ræða og þeir hafi ráðist í hóp á tvo lögreglumenn.

Ég veit það ekki, en mér finnst að með fjölgun útlendinga hafi slíkum tilvikum fjölgað. Ég er ekki sátt við það að lögreglan okkar þurfi að fara að gera sérstakar ráðstafanir af því að þeir útlendingar sem hér eru bera ekki sömu virðingu fyrir henni og við hin.

Ég er ekki sátt við það að lögreglan okkar þurfi að fara að bera vopn af því hér eru staddir einstaklingar sem ekki kunna eða virða þær óskrifuðu og skrifuðu reglur í samfélaginu sem hér gilda. Ég er ansi hrædd um það að með þessu fari lögreglan að grípa til vopna fyrr en áður og "slysum" vegna vopnanotkunar lögreglu fjölgi.

Ég segi nei takk við vopnaðri lögreglu.