mánudagur, ágúst 18, 2008

Í berjamó.

Já, við fórum í berjamó í gær ég og Skottið ásamt tíkinni. Ég var búin að heyra að það væri mjög góð berjaspretta, en varð svo bara fyrir smá vonbrigðum. Nóg var af krækiberjunum en bláberin voru bæði lítil og óþroskuð, fór nefnilega á sama stað í fyrra á svipuðum tíma og þá var allt morandi í flottum bláberjum hmmm...... kannski fer þurrkurinn svona illa í bláberin.

En jæja, þegar við vorum búnar að tína ber í rúmlega hálftíma var Skottið eiginlega búin að fá nóg vildi bara fá nesti og labba svo uppí skóginn eins og við gerðum í fyrra!! Skrítið hvað þessar elskur vilja gera allt eins og síðast hehehe....

En aðalmálið í þessu var auðvitað samveran, vera úti í móa og borða nesti.

Bara frábært!

Engin ummæli: