föstudagur, ágúst 15, 2008

Göngutúrar í Mosó!


Fór í gönguferð í fyrrakvöld með flottum stelpum, erum að spá í að gera þetta að vikulegum ferðum, ekki satt stelpur? Töluðum mikið og mér varð á orði á miðri leið að við þyrftum aðeins að hægja á okkur, það væri erfiðara að tala og labba í einu en bara labba hehehehe.... Sko það kom ekki til greina að minnka masið!! En allavega tókum góðan hring í kring um Helgafellið, í gegnum Skammadalinn og meðfram Varmánni.

Tíkin fór á kostum og gelti frá sér allt vit þegar við mætttum hestamönnum, alveg ferlegt, þarf að taka á þessu einhvern veginn. Dauðskammast mín fyrir hana þó að þessir hestamenn hafi nú bara gert grín að henni þá eru nú ekki allir svona umburðalyndir, púfff.........

Frábær gönguferð í frábæru veðri og frábærum félagsskap.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sko - flott kort þarna - við erum bara snillar - hvernig væri í kringum Úlfarsfellið næst - ég tékka á því
kv. Madda

Nafnlaus sagði...

Alveg til í fleiri svona göngur á miðvikudögum