miðvikudagur, ágúst 20, 2008

París here I come!

Jæja, það kom upp núna seinnipartinn sú staða að ég var spurð að því hvort ég kæmist til Parísar á laugardag til að sitja ráðstefnu alla næstu viku. WHAT! Auðvitað, ég meina það, París er nú einu sinni ein af mínum uppáhaldsborgun og ég hef farið á þessa ráðstefnu áður og hún er bara nokkuð skemmtileg þannig að það var engin spurning. Missi reyndar af Menningarnótt í Reykjavík og af Túninu heima, en það verður nú bara að hafa það, ekki getur maður verið alls staðar.

Þannig að ég er semsagt að fara til Parísar á laugardag og verð þar í viku, kem næsta laugardag heim. Ekki slæmt, það eru nokkrir að fara frá Íslandi þannig að maður ætti nú að geta fengið einhvern góðan félagsskap í rauðvínið og röltið.

Ég er reyndar á leiðinni aftur til Parísar þann 18. sept., en so, maður á nú ekki erfitt með að finna sér eitthvað að gera í París.

Þannig að á morgun þarf ég að finna mér flugfar og panta mér hótel einhvers staðar í nálægð við ráðstefnuhöllina, það verður nú bara gaman.

Engin ummæli: