þriðjudagur, september 30, 2008

Góðan daginn bankaeigandi!

Já það kom aldeilis í ljós í gær hvað það var sem menn voru að ræða í bakherbergjum (ekki lengur hægt að tala um reykfyllt, enda allir hættir að reykja eða þannig hmmm...). Já, til hamingju með bankann sem við vorum að eignast. Mér er svo sem sagt að svona kreppa sé nauðsynleg til að hreinsa út þau fyrirtæki sem standa á sandi og þau sem eru byggð á bjargi sitji eftir. Það sem manni sárnar kannski mest eru aumingja Jón og Gunna sem hafa trúað fjármálaráðgjöfum bankanna og keypt sér hlutabréf í t.d. Glitni fyrir lífssparnaðinn. Sumir eru svo sem ungir og fá annað tækifæri en þeir sem eru komnir á efri ár fá þau ekki.

Við hin sem ekki eigum hlutabréf neins staðar, en sjáum eignir okkar brenna upp á ógnarhraða í þeirri verðbólgu sem nú er í gangi, getum huggað okkur við það að þetta er hugsanlega eina kreppan sem við eigum eftir að upplifa og það er mjög líklegt að staðan verði miklu betri eftir 12 mánuði eða svo. Þannig að það er bara spurning um að standa af sér storminn.

Engin ummæli: