miðvikudagur, september 24, 2008

Gúrku- og dýrtíð!

Já, það er sennilega löngu kominn tími á blogg, en svona er þetta maður er bara alveg hugmyndasnauður þessa dagana.

Var í París um helgina og það var bara yndislegt enda með yndislegu fólki. Þarna röltum við um borgina og skoðuðum allt það helsta, fengum okkur öl og samlokur á ýmsum stöðum. París er reyndar æðisleg borg og veðrið var frábært, góð framlenging á sumrinu, en mikið svakalega er hún dýr. Ég keypti nú ekki mikið og það var kannski ekkert sérstaklega dýrt ef maður lítur framhjá gengisskráningunni, en matur og þá ekki síður drykkur er óheyrilega dýr í París. Stór bjór getur á sumum stöðum verið á 15 evrur ég meina það hálfur lítri af bjór á rúmlega tvöþúsund krónur!! Kókglas á 5 evrur sem gerir á genginu í dag 700 kr!!

Já en svona er þetta maður borgar bara og borgar og hefur áhyggjur seinna!

Engin ummæli: