fimmtudagur, september 04, 2008

Golf hmmm.....


Já, það sem maður lætur hafa sig útí. Er þetta ekki bara týpísk svona ég, alltaf til þó ég hafi engar forsendur til að taka þátt, bara vera með hugsjónin........

Sko, málið er þannig vaxið að í nýja stóra sameinaða fyrirtækinu mínu er alltaf haldið golfmót einu sinni á ári. Mér var sko sagt að það tækju allir þátt, alveg óháð kunnáttu, OK, ég sló til, maður verður nú að fara að kynnast þessum nýju samstarfsfélögum sínum en ég er semsagt að fara að taka þátt í golfmóti á morgun.

Sko þá er hitt málið, ég hef aldrei og þá meina ég aldrei spilað golf, ágæt í "krokket" en það gildir víst ekki í golfi. Hef labbað nokkrum sinnum með fyrrverandi svona golfhringi og verið bara svona "kylfuberi" en aldrei spilað sjálf.

Við fórum í gær tvær héðan í Bása til að prófa að koma við kylfur og slá nokkra bolta. Ok, það gekk ekkert rosalega vel og við fylltumst svona smá frammistöðukvíða, púff, erum við að fara að gera okkur að fíflum þarna á föstudag eða hvað? Svo kom í morgun hvort ég hefði hugmynd um hve margar konur ætli að taka þátt? Váá, það væri bara svo týpískt fyrir okkur ef við yrðum svo ofan á allt einu konurnar á svæðinu. Jæja, það var sko einn ljós punktur á þessu öllu saman en það voru strákarnir þarna, hver öðrum flottari og huggulegri á besta aldri hmm.... (örugglega allir fráteknir) og bílarnir maður, þvílíkt flottir, BMV, Benz, Audi, Range Rover, Volvo já bara nefndu það (örugglega allir í eigu Lýsingar hehehe...)

En allavega það má alveg skoða það að fara að stunda golfið hmmmm.....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvernig gekk svo? do tell!
Love frá H(ildur) & M(agnea) lesist H&M í Koben!