mánudagur, september 15, 2008

Sú allra þrjóskasta.

Skottið mitt elskar það að fara í sund, við höfum svo sem öll mjög gaman að því að fara í sund og höfum verið dugleg við það. Þannig að ég ákvað það að skrá hana nú á sundnámskeið, hún kann eitthvað af sundtökunum en heldur sér ekki uppi á floti án kúta enn, svo mér fannst þetta tilvalið enda er stóri bróðir hennar búinn að ákveða það að hún skuli æfa sund hmmm.... Ég ræddi þetta aðeins við hana í síðustu viku, en námskeiðið byrjar í dag, og hún var alveg hörð á því að hún þyrfti ekkert sundnámskeið hún kynni sko að synda og hana nú. Ok, ákvað aðeins að hvíla þessa umræðu en hóf hana aftur í gær og sama svarið kom, ég horfði soldið á hana og sagði "já, en þér þykir svo gaman í sundi, þarna fengirðu að fara í sund alla mánudaga". Hún horfði á mig með stóru augunum sínum og sagði svo "fer maður ofan í sundlaugina á sundnámskeiði??" Já, það er nefnilega málið, ég veit ekki hvernig námskeið hún hélt hún væri að fara á hmmm...... Það þarf stundum að útskýra hlutina betur fyrir þessum krúttum.

Svo hún var alveg spennt að fara á sundnámskeið þegar ég setti hana í leikskólann í morgun hehehe....

Engin ummæli: