föstudagur, október 31, 2008

Krepputal.

Er eitthvað skrítið þó að þjóðin sé komin á róandi og kvíðastillandi. Fletti að gamni í gegn um fyrirsagnir mbl.is síðasta sólarhringinn. Sko þetta er vísindalega gert.


63 sagt upp á Akranesi
Kaupþing hækkar vexti
Fresta rannsóknarborunum að Þeistareykjum
12 þúsund hafa skrifað undir áskorun
Hrina hópuppsagna hafin
Mosfellsbær tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar
Óljóst með heimssýninguna
Samskip rifar seglin
Landsbankinn hækkar vexti
Starfshópur fjalli um stöðu fjölmiðla
Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Spornað við uppsögnum
Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis
15 sagt upp hjá Nýherja og laun lækkuð
60 sagt upp hjá Ris ehf.
Seðlabankinn í mínus
Stjórn Seðlabankans víki
Árvakur fækkar störfum um 19 og lækkar laun stjórnenda
Áfengi hækkar um 5,25%
„Skelfilegt ástand“
Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum
Sífellt fleiri leita aðstoðar Íbúðalánasjóðs
Salan dregst saman um 40%
Rok og rigning á leiðinni
Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Möguleiki á landflótta?
Turninn klæddur en öðru frestað
Mikill þrýstingur á verðhækkanir í verslunum
Þúsundir starfa tapast á næstunni
Uppsagnir í prentiðnaði tvöfölduðust í október
Uppsagnir hjá Kynnisferðum
Stjórn IMF fjallar um Ísland 5. nóvember
Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur
Hagrætt og sagt upp
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Lýst eftir 15 ára pilti
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun
Káfaði á 13 ára stúlku
Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Félagar í Eflingu draga úr útgjöldum
Uppsagnir hjá Klæðningu

Engin ummæli: