mánudagur, október 20, 2008

Virðum lög og reglu allavega lögregluna!



Það kom í fréttum núna um helgina að hópur manna hafi ráðist á lögreglumenn sem komu að í venjulegt útkall, þar sem kvartað var yfir hávaða í heimahúsi. Reyndar var svo tekið fram að um útlendinga hafi verið að ræða og þeir hafi ráðist í hóp á tvo lögreglumenn.

Ég veit það ekki, en mér finnst að með fjölgun útlendinga hafi slíkum tilvikum fjölgað. Ég er ekki sátt við það að lögreglan okkar þurfi að fara að gera sérstakar ráðstafanir af því að þeir útlendingar sem hér eru bera ekki sömu virðingu fyrir henni og við hin.

Ég er ekki sátt við það að lögreglan okkar þurfi að fara að bera vopn af því hér eru staddir einstaklingar sem ekki kunna eða virða þær óskrifuðu og skrifuðu reglur í samfélaginu sem hér gilda. Ég er ansi hrædd um það að með þessu fari lögreglan að grípa til vopna fyrr en áður og "slysum" vegna vopnanotkunar lögreglu fjölgi.

Ég segi nei takk við vopnaðri lögreglu.

Engin ummæli: