miðvikudagur, október 22, 2008

Money, money, money....


Það er ýmislegt í þessu "bankamáli" öllu sem ég hreinlega ekki skil.... Sko, ég hef talið mig svona ágætlega vel gefna hingað til, en einhvern veginn er svo margt í þessu sem enginn skilur nema einhverjar örfáar hræður, eða ég ætla nú rétt að vona að þeir skilji þetta.....

Hvaða áhrif á þetta eftir að hafa á budduna mína? Framtíð mína, lífeyrissjóðinn minn, börnin mín? Mér finnst svo mikið rætt um það að það þurfi svona og svona lán frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum með svona og svona skilyrðum... sko kemur mér það eitthvað við, skiptir það aðal máli fyrir mig hvort lánið fæst frá Rússum, IMF, Norðurlandaþjóðunum eða hvað?? Málið er bara að þessir toppar þarna eiga bara að redda þessu eftir þeim leiðum sem færar eru þannig að það hafi sem minnst áhrif á afkomu mína....

Mér finnst í þessu öllu saman vanta svona almenna umræðu, svona einhvern sem skýrir það út fyrir mér hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á afkomu mína og minna....

Engin ummæli: