fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Davíð og IMF

Las útdrátt úr ræðunni hans Davíð, sem hann flutti á Viðskiptaþingi, um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, hann er skeleggur kallinn og auðvitað hefur þessi ræða valdið þvílíkum deilum í þjóðfélaginu, eins og við var að búast þegar hann er annars vegar. Þjóðin virðist soldið skiptast í tvennt eftir því hvort það hatar eða elskar Davíð......

Ég veit eiginlega ekki alveg hvorum hópnum ég tilheyri, það var svo sem alveg fullt þarna sem hann sagði sem er örugglega rétt og satt, en á móti kemur að hann getur nú ekki alveg fríað sig ábyrgð á því sem gerst hefur þar sem hann er nú búinn að vera við stjórnvölinn vel á annan tug ára. Mér finnst bara eitthvað svo ófagmannlegt að geta ekki viðurkennt að maður hafi gert mistök en benda alltaf á hina, en það er bara ég.

Annað mál er þetta Alþjóðagjaldeyrissjóðslán. Ég held og vil trúa því að það hafi verið það eina sem hægt var að gera í stöðunni eins og hún var orðin. Þau ríki sem vildu aðstoða okkur settu það líka sem skilyrði að lánið fengist frá IMF. Þannig að nú vil ég fara að sjá einhverjar framfarir, ég meina það við erum búin að vera að bíða eftir þessu láni í 50 daga eða svo og nú er það í höfn, þannig..... áfram nú.

Engin ummæli: