miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Ekki grænan grun......

Ég hef soldið velt því fyrir mér hvað sé rétt að gera í þessari stöðu sem við erum komin í hérna á þessu ísa kalda landi. Eigum við að kjósa strax, eigum við að kjósa á næsta ári, eigum við að gefa þessari stjórn sem nú er tækifæri til að taka til draslið eftir sjálfa sig áður en öðrum verður hleypt að?

Ég er svo sem á því að ekki borgi sig að kjósa strax, nú þurfa allir að beita kröftum sínum að því að ausa bátinn og reyna að bjarga því sem bjargað verður. En það mætti alveg taka soldið til, setja þarf Davíð af í Seðlabankanum, Bankamálaráðherra Björgvin mætti líka fara, setja nýja menn í fjármálaeftirlitið og svo mætti taka aðeins betur til í bönkunum. Mér sýnist krafan verða sú að það verði kosningar, en er þetta ekki sama fólkið sem við myndum kjósa ef kosið yrði fljótt aftur, verður ekki að gefa nýjum öflum tíma til þess að koma fram á völlinn, nýtt fólk. Þannig að ég sé fram á kosningar næsta haust kannski. En svo veður líka að treysta því að stjórnmálamenn beiti kröftum sínum í að bjarga málunum en láti ekki bara allt reika á reiðanum á meðan þeir fara í kosningabaráttu.

Hvað á að gera við krónuna, eigum við að henda henni strax og skipta yfir í einhvern annan gjaldmiðil? Er þá dollarinn betri en Evran eða eigum við að skoða einhvern allt annan gjaldmiðil, norska krónu kannski, svissneska franka, japanskt yen, rússneskar rúblur??? Vitiði í fyrsta skipti í langan tíma þá hef ég ekki glóru, og ég ætla ekki að reyna að þykjast hafa vit á þessu. Ég held að það sé kominn tími til að ég haldi bara kj.... og treysti öðrum til að taka ákvarðanir í þessu máli. Og ykkur að segja, þá er ég rosalega fegin að vera ekki í þeirri stöðu að það sé eitthvað hlustað á mig og hugsanlega farið eftir því sem ég segði þar sem ég hef ekki grænan grun.

En knúsið nú hvort annað og smælið framan í heiminn, því lífið er svo yndislegt.

Engin ummæli: