mánudagur, maí 04, 2009

Draumalandið og fleira

Já, hef ekki sett mikið af póstum hér inn síðustu daga, er búin að vera pínu upptekin, var ekki í bænum alla helgina og naut sveitasælunnar í faðmi stórfjölskyldunnar. Ég er með tvær bækur á náttborðinu mínu og eru það Draumalandið sem ég er svona hálfnuð með og svo bók sem vinkona mín lánaði mér sem heitir "borða, biðja, elska..." bíð spennt eftir að byrja á henni. En ég er svo mikill "kassahaus" að ég þarf að klára eina bók áður en ég byrja á næstu.

Reyndar finnst mér bókin Draumalandið eiginlega mikið betri en myndin, þar sem ég er að lesa núna þá er hann að fjalla um uppbyggingu herstöðva hérlendis. Vissuð þið það að Bandaríkjamenn vildu byggja a.m.k. 4 herstöðvar hér og umsvifin áttu að vera miklu meiri en þau voru. En stjórnmálamenn þess tíma höfðu vit á að setja mörk á það sem leyft yrði. Í rauninn ætlar svo Andri Snær sennilega að líkja uppbyggingu hersins hérlendis við uppbyggingu álvera, það verður gaman að sjá hvað kemur útúr því. Þessi bók er reyndar ekkert svo slæm og greinilegt að Andri Snær er með heilmikið á milli eyrnanna og hefur pælt og hugsað mikið. Mér fannst reyndar bókin hans um Bláa hnöttinn þvílík gersemi að hann er alveg á mínum höfundalista.
Allavega góð pæling hjá Andra og ég mæli með bókinni frekar en myndinni.

Engin ummæli: