miðvikudagur, maí 13, 2009

Eurovision, stjórnin og svona almennt röfl.

Já nú er komið að hinni frægu Eurovision viku. Jú við komumst áfram í gærkveldi, og var nú farið að fara um marga þegar eitt umslag var eftir og Ísland ekki komið á listann. Skottan mín sagði reyndar stundarhátt, "mér er alveg sama hvort Ísland kemst áfram, ég held nefnilega með Noregi", Unglingurinn ja eða sá fullorðni sagði líka að sér þætti Jóhanna svo leiðinleg og hrokafull að hún hefði nú bara ekki gott af því að komast áfram á meðan Gelgjan sat með tárin í augunum og krosslagði fingur. Sá fullorðni fullyrti reyndar að hann þyldi ekki þessa keppni og ætlaði sko ekki að horfa á hana, til að sanna mál sitt var hann í tölvunni og á msn og "refreshaði" reglulega til að vinirnir föttuðu það ekki að hann væri að horfa á sjónvarpið hehehe.... Yndislegt lið.

En að öðru, já nú setti ríkisstjórnin sér það markmið að enginn forstjóri í ríkisfyrirtæki mætti vera með hærri laun en forsætisráðherra. Hljómar voða vel á pappír, spurning hvað er tekið inní, nefndarstörf, stjórnarsetustörf, bílahlunnindi osfrv. eða hvort aðeins er miðað við slétt grunnlaunin hmmm... svo kemur reyndar í ljós að þetta er nú kannski ekki svona einfalt, stjórnir viðkomandi fyrirtækja þurfa að samþykkja þetta og jafnvel þarf að breyta lögum í einhverjum tilfellum. Ég veit alveg hvaða leið þau fara til að bjarga þessu, og það er nú bara að hækka laun forsætirsráðherrans hehehe....

Bjarni minn Ben þarf nú líka aðeins að passa sig, ég ætla rétt að vona að Sjálfstæðisflokkurinn setji ekki hömlur á sína þingmenn þegar ESB málið verður tekið fyrir, það er fullt af sjálfstæðismönnum bæði á þingi og útí samfélaginu sem vill fara í aðildaviðræður og sjá svo til. Afhverju má það ekki bara? Ekki falla í sama gamla flokksræðisfarið í guðanna bænum....

Rokið er svo mikið úti þessa dagana og það fýkur allt sem fokið getur... líka aumingja hjólreiðamennirnir sem eru að rembast við að hjóla í vinnuna og taka þátt í þeirri keppni.... gangi þeim vel.

jæja nóg röfl í bili

Engin ummæli: