mánudagur, maí 18, 2009

Hundaþvottavél


Rakst á frábæra frétt á Vísir. Reyndar er höfundurinn með þágufallssýki en við reynum að láta það ekki trufla okkur.

"Fann upp hundaþvottavél
Frakkinn Romain Jarry er búinn að finna upp hundaþvottavél sem hefur slegið í gegn í heimabæ hans, St. Max. Jarry, sem er rúmlega þrítugt athafnaskáld, er að reyna að kynna nýjungina fyrir Bretum.
Ekki eru allir jafn sannfærðir en Jarry sver að vélin geri dýrunum ekkert nema gott og þau þjáist ekkert á meðan þvottinu stendur.
Nú þegar er hægt að fara á nokkurskonar dýraþvottahús þar sem dýraeigendur borga klink fyrir að þrífa dýrin.
Jarry segir að hundarnir sitji pollrólegir á meðan vélin baðar þá. Aftur á móti tekur talsverðan tíma að þurrka dýrunum.
Í viðtali við The Daily Mail segist Jarry vonast til þess að Bretar taki vel í þessa nýjung.
Þess má geta að það er einnig hægt að þvo köttum í sömu vél."

Ef fréttin er lesin kemur í ljós að höfundur vélarinnar fullyrðir að hundarnir sitji rólega á meðan vélin þvær. Ehemm.. ef myndin er skoðuð kemur í ljós skelfingu lostinn hundur sem gerir allt til að reyna að brjótast út.....

Ég sem hundaunnandi er nú ekkert sérstaklega hrifin af svona þvottavél, þar sem hundum finnst nú ekkert sérstaklega gaman að láta baða sig, allt í lagi að sulla í vatni og jafnvel synda en hún Tinna mín ljómar sko ekkert þegar baða á hana í bala útá palli hehehe.... Og síðast þegar ég vissi voru kettir ekkert hrifnir af vatni heldur...

Engin ummæli: