mánudagur, maí 18, 2009

Ég er orðin umhverfissinni....!! og mig langar til Róm.

Notaði blíðuna um helgina m.a. til að klára að lesa "Draumalandið". Og vitiði ég er bara nokkuð sammála honum Andra. Hvað höfum við að gera með öll þessi álver, er ekki nóg komið í bili. Ekki það að ég vilji hætta að virkja, en er álið málið? Hvet fólk til að lesa þessa bók, hún vekur allavega til umhugsunar og er mikið betri en myndin.

Ég hef tvisvar á ævinni komið til Rómar og nú langar mig afskaplega mikið þangað. Það er eitthvað við Róm. Ástæðan er tvennskonar, í fyrsta lagi er ég byrjuð á næstu bók sem heitir "borða, biðja, elska" og er komin langt inn í fyrsta hlutann og þar er söguhetjan stödd í Róm að njóta unaðsemda tungumálsins og matarins. Ég fór líka í bíó í gær með Skvísunni minni og sáum við myndina "Englar og Djöflar" sem gerist að mestu leyti í Róm og í Páfagarðinum. Góð mynd ja.. allavega skemmtileg, soldið ljót og ekki fyrir viðkvæma.

Mig langar....

Engin ummæli: