sunnudagur, nóvember 15, 2009

Loftkastalinn sem var sprengdur!


Já ég var nefnilega að lesa bók, þriðju bókina í svokölluðum Millenium bókaflokki eftir Stig Larsson.  En ég las hana á dönsku og heitir hún þar "Luftkastellet der blev sprængt" ég hef ekki hugmynd um hvað hún kemur tilmeð að heita á íslensku.  En þessar bækur hafa algjörlega tekið mig með trompi og ég varð eiginlega hálfsár þegar ég kláraði síðustu bókina og óskaði þess eiginlega að ég ætti eftir að lesa þessar bækur hehehe...

Það sem ég hef áhyggjur af núna er að ég á bara tvær bækur eftir af þeim bókum sem ég kom með hingað út, og þær heita "Veronica decides to die" og "Áður en ég dey"... hmmm... mætti halda að dauðinn væri mér eitthvað ofarlega í huga, en svo er nú alls ekki bara soldið fyndið, því sérstaklega bókin um Veronicu er bók sem var mælt með við mig fyrir mörgum árum síðan og ég er búin að eiga hana uppí hillu þó nokkuð lengi en svona er þetta bara.....

Engin ummæli: