fimmtudagur, nóvember 19, 2009

Veronika ákveður að deyja!!


Ég kláraði í strætó, á leiðinni heim, í dag alveg stórkostlega bók að mínu mati.  Bókin heitir "Veronika decides to die" og ég er búin að eiga hana uppí hillu í mörg ár, en einhvern veginn ekki verið í "stuði".  Höfundur bókarinnar er brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho sem meðal annars er höfundur bókanna "Alkemistinn" og "Ellefu mínútur", sem eru líka mjög góðar.
En bókin fjallar um hana Veroniku sem er ung, falleg, í góðri vinnu, hún á umhyggjusama fjölskyldu og hefur eiginleg allt sem ung kona getur óskað sér, en henni finnst lífið tilgangslaust og gerir tilraun til að fremja sjálfsmorð með að taka inn svefntöflur.  Tilraunin mistekst og hún vaknar á geðsjúkrahúsi þar sem henni er sagt að töflurnar hafi haft svo slæm áhrif á hjarta hennar að hún geti ekki reiknað með að lifa nema í mesta lagi viku í viðbót.  Hún er svo sem alveg sátt við það í upphafi, en smátt og smátt lærir hún að kunna að meta lífið.  Það sem mér fannst stórkostlegt í þessari bók eru pælingarnar um geðveiki, hver er geðveikur? og hver ekki? eru allir sem ekki eru alveg eins og hinir geðveikir?  Innan hælisins leyfist fólkinu að gera alls konar hluti og það getur alltaf afsakað þig með því að það sé nú geðveikt, einnig er þarna inni fólk sem er alveg heilbrigt en líkar svo vel við það að vera inni í vernduðu umhverfi hælisins þar sem það getur verið það sjálft einnig er þarna fólk sem er löngu orðið heilbrigt en er hrætt við að horfast í augu við harðan heiminn utan veggja hælisins ....  Já, en afhverju erum við ekki öll soldið "geðveik" í okkar daglega lifi? við þurfum ekkert að vera öll eins, við þurfum ekkert að vera öll eins eð með sömu skoðanir, í raun högum við okkur svolítið eftir óskrifuðum reglum og í takt hmmm....
Ég er bara að spá í að verða soldið geðveik í framtíðinni.......

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég er amk geðveik eða á góðri leið að verða það ef ég er það ekki þegar - t.d. á þvi að heyra ekkert í þér á msn - smá spjall og svo já alveg GEÐVEIK á ákveðnum manni sem við þekkjum ...... meira um það síðar - vantar amk spjall við einhvern með heilbrigða rökhugsun = ÞIG !
kv. Madda