laugardagur, nóvember 14, 2009

Myndarlegir Norðmenn

Það er eitt sem ég tek eftir hér í Noregi, en það eru karlmennirnir hmmm... Mikið afskaplega eru margir myndarlegir karlmenn hér;) Norðmenn leggja mikið uppúr hreyfingu og heilsu og það sést alveg, þeir eru kannski ekki mikið að elta einhverja tískustrauma en samt, þeir eru í sporttískunni og þeir klæðast merkjavöru þegar kemur að íþróttafatnaði. Já en strákarnir hérna eru alveg gullfallegir og ef ég væri tuttugu árum yngri yrði ég ásfangin á hverjum degi sko bara á leiðina í vinnuna. Karlmenn á miðjum aldri halda sér lika bara helv. vel finnst mér allavega þeir sem ég sé í sjónvarpinu og í séð og heyrt hehehe... en sama má svo sem segja í vinnunni alveg fullt af þeim. Ég ætla ekki að dæma um það hvort karlar séu eitthvað fallegri hér en heima, kannski er ég bara með augun betur opin hér og svo er maður alltaf að sjá nýja menn, heima hefur maður séð þessa menn svo oft áður að maður er kannski bara hættur að taka eftir þeim hehehe...

En stjórnmálamennirnir hérna eru einnig soldið sætir, allavega þeir tveir sem myndirnar eru af hér semsagt forsætisráðherrann hann Jens Stoltenberg og utanríkisráðherrann hann Jonas Gahr Störe. Allavega sætari en Steingrímur J. og Össur hehehe...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég kem.....kv. Madda

ofurmamma sagði...

Velkomin anytime elskan....