mánudagur, nóvember 09, 2009

Strætó!

Hérna heima á Íslandi er maður löngu hættur að nota strætó, en hér í Bergen er þetta eina farartækið sem ég hef aðgang að ;)
Venjulega fer ég á sama tíma í vinnuna á morgnana og tek sama strætó og þar má sjá ýmsa kynlega kvisti, eins og heima á Íslandi eru það aðallega unglingar og útlendingar sem nota strætó hér auk nokkurra svona "venjulegra" kvenna og karla sem líta á þetta sem sparnað í stað þess að fá sér bíl númer tvö.
En á þessum sama tíma og ég fara í strætó, eldri kona með hækju, stúlkan frá austurevrópu einhvers staðar sem alltaf talar í símann, á hverjum einasta morgni kemur hún hlaupandi í strætóskýlið með símann á eyranu, hún talar í símann á meðan hún bíður eftir strætó, talar í símann alla leið að umferðarmiðstöðinni þar sem við skiptum um vagn og svo fer hún úr strætó nokkru á undan mér og enn er hún í símanum talandi eitthvað óskiljanlegt tungumál.
Svo er þarna huggulegi ungi sköllótti maðurinn, maðurinn í frakkanum með stresstöskuna, ungi strákurinn í vinnugallanum og unga konan sem sennilega er kennari við Söreide skóla og miðaldra huggulega konan í fínu kápunni hehehe... já já, svo eru það krakkarnir sem eru á leið í skólann, held að þau séu á leið í einhvern menntaskóla, sem ég veit ekki alveg hvar er staðsettur.
Í morgun var ég þreytt, enda ekkert skrítið, gærdagurinn fór í flugferðir og bið, ég var ekki komin hér inn fyrr en seint og ákvað að sofa aðeins lengur og taka strætóinn aðeins seinna í vinnuna, jú jú það gekk eftir, þegar ég kom á umferðarmiðstöðina var nægur tími ja sem betur fer ef allt hefði verið eðlilegt því snillunum á umferðarmiðstöðinni hafði dottið í hug að rugla öllum staðsetningum og fólk var þarna hlaupandi á milli palla að leita að sínum vagni hehehe... en jú jú ég var á réttum palli en mig grunar að strætóbílstjórinn hafi ekki fundið þann rétta því enginn kom vagninn og við vorum nokkur sem biðum og biðum og biðum og biðum ooog biðum og .... já já það kom enginn vang fyrr en sá næsti átti að koma alveg hálftíma seinna púff.... jæja en svona er þetta sem betur fer lá mér ekkert á í vinnuna og gat unnið aðeins lengur til að vinna upp daginn hehehehe....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

yndislegur penni - missssssss you sooooo much gamla mín - mikið verðum við nú að taka eitt gott rauðvínskvöld þegar þú kemur alkomin heim - kveðja Magnea