Ég fékk upphringingu um daginn og hver haldiði að það hafi verið jú frú Umhverfisráðherra. Hana vantaði verkfræðing og konu til að stjórna ákveðnu ráði sem er ráðgefandi fyrir ráðuneytið.
OK, ég sagðist nú ekki hafa neina þekkingu á málefninu sjálfu en það var víst ekki aðalatriðið, þar sem ákveðinn stjóri sæji um þetta allt saman. Þá kom spurningin hvað þetta væri mikil vinna og svarið var nokkrir fundir á ári. Ég tók mér nóttina til að hugsa þetta en sagði svo já og í dag er fyrsti fundur hjá þessu nýja ráði og ég er með smá kvíðahnút í maganum, þar sem hinir aðilarnir í ráðinu eru allt karlmenn og þar á meðal Borgarstjóri, Brunamálastjóri, Slökkviliðsstjóri, ofl. ofl. Alls 8 manns.
En ég hef nú verið að berjast í því alla tíð að konur fái jöfn tækifæri á við karlmenn og meta skuli menntun en ekki kyn osfrv. osfrv. Ég gat engan vegin skorist undan þessu það hefði brotið gegn öllum mínum lífsskoðunum.
Jæja frú formaður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli