Ég hef svo sem talað um unglinga hér áður en ég á eina dóttur sem er 14 ára, hún er ekkert alltof áköf að taka til inni hjá sér og það geta liðið vikur án þess að það sjáist í gólfið í herberginu hennar, en sem betur fer er hurð á herberginu og ég loka henni bara. Ég fann það út fljótt að ég væri löngu búin að tapa geðheilsunni ef ég ætlaði að vera að æsa mig yfir þessu drasli inni hjá henni endalaust. Jæja ég hótaði nú um daginn að taka mynd af herberginu og setja hana hér inn, sú var fljót að láta myndavélina hverfa!!!
Ok, aftur að titli bloggfærslunnar. Ég stóð inní eldhúsi hjá mér í gær og var að taka uppúr uppþvottavélinni, þegar því var lokið voru einungis 3 teskeiðar í skúffunni, ég var soldið hissa því ég var viss um að ég ætti fleiri teskeiðar. Kallaði á krakkana og spurði hvort þau væru með einhverjar teskeiðar inni hjá sér eða hvort þau vissu til þess að hafa hent svona 10 stk. teskeiðum. En nei, nei, þau voru bæði sakleysið uppmálað. Jæja ég furða mig á þessu en tilkynni svo dótturinni að mig langi í teskeiðar í jólagjöf!!
Stuttu seinna sé ég hvar hún er að laumast með gula plastpoka úr draslinu inni hjá sér og viti menn í þessum plastpokum voru teskeiðar, ein í hverjum poka. OK, hún fer nefnilega oft með jógúrt, engjaþykkni (OK, ég veit að það er glás af sykurmolum í þessum vörum en samt) oþh. í skólann og þá þarf teskeið með til að borða þetta. Hún tók sig semsagt til að tók aðeins til í herberginu sínu og fann nokkrar teskeiðar, "nokkrar" þær voru alls 9 stk.
Skrýtið að þeim skyldi hafa fækkað í skúffunni hjá mér!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli