föstudagur, desember 21, 2007

Jólagjafir!!

Váá, var að fá þessa allra stærstu ostakörfu sem ég hef séð í jólagjöf frá fyrirtækinu mínu! Þetta er alveg hrikalega stór karfa, fullt af ostum og bæði rautt og hvítt vín, auk konfekts ofl. ofl. Hvernig á ég eiginlega að fara að því að klára þetta allt saman. Jú ég er að fá gesti á Jóladag, get auðvitað boðið uppá osta og meðí þá. En það væri nú voða kósí ef maður hefði einhvern til að deila þessu með svona um helgina. Nú þyrfti ég að setja í smáauglýsingarnar, "Sárvantar myndarlegan karlmann til að borða með mér osta og koma niður soldið af rauðu og hvítu víni, helst í kvöld!!" Nei, nei, þetta er nú ekkert svo slæmt ég hlýt að koma þessu út einhvern vegin.

Ostur er veislukostur!

Engin ummæli: