Jæja, nú eru helstu hátíðirnar liðnar hjá og byrjaðir aftur svona "venjulegir" dagar, allavega fyrir suma! Ég er reyndar í fríi þessa tvo daga milli jóla og nýjárs.
Jólin gengur ágætlega bara, Aðfangadagur var mjög erfiður en hinir dagarnir bara fínir,. Það fylltist hjá mér húsið á Jóladag. En við héldum svona "litlu jólin" þá ég og börnin mín. Borðuðum veislumat um miðjan dag og opnuðum svo pakkana til hvors annars og frá fjölskyldu minni, við vorum langt komin með pakkana þegar pabbi og mamma mættu á svæðið með enn fleiri pakka. Svo stuttu seinna mættu tengdó eða fyrrverandi tengdó ef hægt er að kalla þau það. Ég sagði nú einhvern tíman að þau yrðu tengdó þar til ég fengi nýtt sett, þá skyldi ég kalla þau fyrrverandi. Um kvöldið kíkti svo bróðir minn og konan hans á okkur þannig að þetta var bara frábær dagur ;-).
Gleðilega rest!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli