þriðjudagur, desember 11, 2007

"Saumaklúbbar"

Það vita það nú allir heilvita menn að "saumaklúbbar" eru sko engir sauma klúbbar heldur tilefni vinkvenna til að hittast og spjalla yfir góðum kræsingum.

Það stendur til að halda einn slíkan hér hjá mér á fimmtudagskvöldinu, sem þýðir auðvitað tiltekt og pælingar í réttum og kökum. Reyndar ber mér skylda til að hafa perutertuna mína, annars verð ég rukkuð um hana, svo er ég búin að baka nokkrar smákökur og sörur, og er svo að spá í einn brauðrétt og osta. Er það ekki bara fínt?

Það sem er aftur að angra mig er að allar þessar dömur eru giftar og það í öllum tilfellum vel giftar auk þess sem þær eru þrælmenntaðar upp til hópa (við erum með lækni, flugstjóra, verkfræðinga, heilbrigðisfulltrúa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, viðskiptafræðing osfrv.) þannig að allar búa þær mjög vel sko ekkert minna en 200 fermetrar þar, ég hugsa að þær fái innilokunarkennd í þessari litlu íbúð minni þar sem við búum öll 5 þ.e. ég, börnin og hundurinn.

En, veitingarnar skulu allavega vera í lagi og húsið hreint þó lítið sé.

"Bon appetit"

Engin ummæli: