þriðjudagur, desember 18, 2007

Jólakortin!

Ef það er eitthvað sem mér leiðist við jólaundirbúninginn þá eru það jólakortin ;-). Mér finnst ótrúlega gaman að fá jólakort og þar af leiðandi tími ég ekki að sleppa þeim, en mér leiðist svakalega að skrifa á þau og finna út hver á að fá og hver ekki, fletta upp nýjum heimilisföngum finna ljósmynd sem gæti gengið osfrv. osfrv. Ég er líka vön að senda nokkur bréf til Spánar síðan ég var þar skiptinemi fyrir rúmlega 20 árum síðan og þar segi ég svona hvað á daga mína hefur drifið síðasta árið eða svo. Þetta er líka eitthvað sem vex mér í augum.

Annars er ég svona verkefnadrifin manneskja, ég bara geng í hlutina og klára, og auðvitað endar það alltaf þannig með jólakortin, maður er búinn að vinna þetta milljón sinnum í hausnum á sér en svo loksins þegar maður gerir þetta þá er þetta ekkert brjálað mál, en alltaf þarf maður að vera á síðasta skiladegi :-(. Ég byrjaði í gærkveldi og fór með þetta langleiðina, á samt enn eftir að skrifa jóla- æji við köllum það bara áramótabréfin til Spánar þetta árið.

Jóla hvað.....

Engin ummæli: