Það getur verið ótrúlega gaman hérna hjá okkur í hádeginu, við erum nú ekki mörg sem vinnum hérna en kaffistofuumræðan getur verið alveg sprenghlægileg og maður hefur sko grátið úr hlátri.
Yfirleitt tekst okkur að snúa umræðunni uppá lægra plan, þ.e. svona neðanmittis en þetta getur verið alveg ótrúlega gaman. Í dag kemur frá einum samstarfsfélaga mínu að það vilji enginn halda framhjá með honum :-( svona frekar súr á svipinn og bætti við ég sendi örugglega ekki réttu bylgjurnar frá mér, tek það fram að þessi maður er mjög vel giftur svo það er ekki málið. Þetta vatt svo uppá sig og ég sagðist ekki vera búin að "tjúna" sendinn hjá mér, það hlyti að fara að koma. Samstarfskona okkar toppaði svo málið með því að segja eitthvað á þá leið að hún hlyti að vera með þennan sendi "tjúnaðann" alltaf hún væri bara alltaf að lenda í því að einhverjir væru að reyna við sig og hún harðgift manneskjan hefði sko ekkert með þessa kalla að gera!! Einn bætti líka við að hann næmi sko ekki þessar bylgjur en konan sín væri sífellt að benda á einhverjar konur sem væru að gefa honum hýrt auga, hann bara fattaði þetta ekki og þá varð niðurstaðan sú að hann væri með bilaðan móttakara!! hehehe.....
Við hlógum soldið að þessu, en svo var farið útí það að ræða jeppa sem vill oft verða frekar eldfimt efni á kaffistofunni þar sem 3 eiga Ford jeppa þar á meðal þessi sem hóf umræðuna með bylgjurnar, en Toyota jeppafólkinu finnst það nú ekki vera jeppar. Þannig segir þessi samstarfskona mín í gríni að hún skyldi bara bjóða hinum í Þórsmörk til að sanna jeppana. OK segir hann fljótur að grípa, bara við tvö??? Já ef þú endilega villt segir hún. Þá lítur hann á hana íbygginn, jæja þá nú ert þú búin að kveikja á sendinum................
Maður ætti kannski að fara að tékka á þessum sendi, hann hefur svo sem verið óvirkur í rúmlega 20 ár, þannig að kannski er hann bara ónýtur...................
Radíóamatör kveðjur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli