Já þá er komið að því, uppgjör ársins. Ég verð stundum döpur á áramótum fannst oft þegar ég var barn rosalega sorglegt að árið skuli vera liðið. Sérstaklega í sálminum "nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur tilbaka".
En ég er eiginlega hálffegin að þetta ár er liðið, þó það hafi verið mun betra en árið þar á undan (2006) og árið þar á undan (2005) þá er ég sannfærð um að árið sem kemur á morgun verður miklu miklu betra en undanfarin ár. Mér líður einhvern vegin miklu betur núna en mér hefur liðið lengi. Ég er búin að vera stopp eitthvað svo lengi, nú ætla ég að stíga skrefin og halda áfram. Vitna hér í vitran mann sem sagði: "Öll ferðalög hvort sem þau eru stutt eða löng hefjast á sama hátt, þ.e. á einu litlu skrefi"!
Stíga svo skrefið krakkar!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli