föstudagur, desember 07, 2007

Jólahlaðborð

Jæja, þá er komið að hinum árlega viðburði en það er jólahlaðborð fyrirtækisins, í morgun fengum við útborgaðan svokallaðan 13ánda mánuð, sem er svona jólabónus hjá okkur auk þess sem okkur var tilkynnt að bónusinn í ár yrði greiddur út í janúar og hann innihéldi 10% af brúttólaunum þetta árið. Ekki slæmar fréttir það.

Í viðbót við þetta var tilkynnt að á nýju ári yrði svo farið að vinna í því að fjölga hluthöfum í fyrirtækinu þ.e. völdum starfsmönnum með starfsreynslu yrði boðið að kaupa sig inn í fyrirtækið. Þetta er nú eitthvað sem er búið að tala um síðastliðin ár og mér var einu sinni boðið þetta en svo bakkað með það aftur en nú er þetta obinber stefna þannig að ég verð örugglega fyrst á listanum þar sem ég hef unnið hér lengst allra.

OK, maður þarf þá að finna leiðir til að fjármagna þetta en það kemur allt í ljós hvernig þetta verður útfært.

Maður verður kannski eigandi að verkfræðistofu einn daginn hehehe.....

Engin ummæli: