Talandi um jólin, málið er að fjölskyldur skapa sér miklar hefðir í kring um jólin og þegar stofnað er til sambands tveggja einstaklinga, þá byrja miklar samningaviðræður um hvernig jólin eiga að vera. Þetta er mjög mikilvægt fyrir flesta, sumir eru vanir rólegum jólum á meðan aðrir eru vanir stórum fjölskylduveislum og miklu fjöri.
Allavega þegar fólk stofnar fjölskyldu, þá skapast ákveðnar hefðir, þegar fjölskyldur tvístrast þá þarf að skapa nýjar hefðir, eða ákveða hvaða hefðir af þeim sem gamla fjölskyldan hafði á að halda í og hvaða hefðir mega missa sín.
Það er bara þannig að þegar maður er búin að vera í sambandi í 20 ár, þá eru hefðirnar mjög ríkar og maður vill að börnin manns upplifi sömu hefðir ár eftir ár. Það er bara soldið erfitt að halda í allar hefðirnar þegar maður er einn að fylgja þeim eftir á móti því þegar við vorum tvö. Ég held að þetta hafi tekist ágætlega þetta árið, en þetta var soldið mikil vinna, ekkert afslappelsi eiginlega fyrr en á annan í jólum. Svona er þetta bara að maður vill að börnin sín eigi sín æskujól sem þau minnast og geta sagt seinna meir: "svona var þetta alltaf hjá okkur"!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli