Ég var í tölvunni seint í gærkveldi og fæ þá meldingu á MSN frá vinkonu minni í útlöndum. Ég svara og spyr hvort hún eigi ekki að vera farin að sofa fyrir löngu enda klukkan að verða miðnætti hérna hjá mér. Hún svaraði því til að jú hún væri nú orðin soldið syfjuð en það væri örugglega rauðvíninu að kenna sem hún hefði drukkið um leið og hún skrifaði jólakortin! Góð....
En þá fór ég að hugsa, ég keypti mér jólabjór frá Tuborg sem hefur verið algjörlega ómissandi á mínu heimili síðan við bjuggum í Danmörku, ég keypti svona kassa með 10 litlum dósum í. Það er örugglega 2 vikur síðan og ég er búin að klára 1 ég segi og skrifa einn bjór!! Svo safnast rauðvínið bara fyrir hérna uppí hillu, því ég á það til að grípa eina og eina flösku í ríkinu. Þetta er agalegt ástand, mér finnst ekkert gaman að drekka ein svo mig vantar sárlega félaga í þessa drykkju alla saman. Það er spurning um að setja í einkamáladálka dagblaðanna. "Óska eftir myndarlegum karlmanni til að drekka með rauðvín á síðkvöldum!" haldiði að það myndi virka hehehe.....
skál.......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli