mánudagur, desember 03, 2007

Ef ég nenni......

Ég var kannski heldur svartsýn þarna fyrir helgi, þ.e. þetta með jólastuðið. Það er aðeins að koma, ég bakaði piparkökur með stórfjölskyldunni á föstudagskvöldið og svo var húsið skreytt að utan með seríum á laugardaginn og að lokum settum við saman aðventukrans ég og dóttirin svo þetta er kannski allt að koma. Þarf að fara að huga að jólagjöfunum. Er sko ekki byrjuð en samt eiginlega búin að afgreiða alla nema bræður mína og konur þeirra.

Titill bloggsins vitnar til eitt af uppáhaldsjólalögunum mínum en það er með Helga Björns.

Kannski koma jólin bara eftir allt saman......

Engin ummæli: