sunnudagur, desember 30, 2007

Íþróttamaður ársins!



Ég er mjög glöð yfir þessu vali í þetta skipti, mér finnst Margrét Lára frábær fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og frábært að það skuli vera kona sem vinnur þetta í ár. Ekki nóg með það heldur voru 2 konur af 3 efstu í valinu í þetta sinn, mér finnst Ragna badmintonkona frábær líka og hún á eftir að vinna þetta einhvern daginn.

Stundum hefur mér fundist eins og það væru engar íþróttir aðrar en fótbolti og handbolti hjá þessum háu herrum sem íþróttafréttamenn eru, jú auðvitað er Margrét Lára fótboltakona, en samt, hún er þó kona. Stundum finnst mér eins og þegar enginn hefur virkilega skarað framúr á árinu þá sé bara farið í gömlu skúffuna og valinn einhver svona sem er búinn að standa sig ágætlega blabla.. og enda þá oft í þeim sömu, auðvitað eru Eiður Smári og Óli Stef. frábærir ég ætla ekkert að mæla á móti því, en samt....

Áfram Margrét Lára!

Engin ummæli: