þriðjudagur, mars 04, 2008

Einstæðar mæður

Sá í Mogganum í gær að talað var um að einstæð móðir hefði unnið lottóvinninginn! En gott, hugsa flestir þetta kom þá á góðan stað. Ég efast ekkert um það og óska þessari heppnu konu innilega til hamingju, það er bara hitt. Þessi stimpill sem einstæðar mæður hafa á sér, þær eiga varla til hnífs og skeiðar og búa í félagslegu húsnæði, geta hvorki leyft sér né börnunum sínum neitt. Þvílíkt kjaftæði.

Auðvitað eru þær margar í þessari stöðu og alls ekki öfundsverðar af því, en það eru margar sem hafa það bara alveg ágætt, eru með góða menntun í góðri vinnu og lifa bara fínu lífi.

Engann aumingjaskap hér!

Engin ummæli: