miðvikudagur, mars 05, 2008

Kvennaslóðir

Til er vefur sem....., OK, vitna bara í hvernig þetta er orðað á heimasíðunni þeirra:

Kvennaslóðir

Um Kvennaslóðir

Kvennagagnabankinn kvennaslóðir inniheldur upplýsingar um kvensérfræðinga á ýmsum sviðum. Markmið kvennaslóða er að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega.

Kvennaslóðir er vettvangur fjölmiðla, fyrirtækja og stjórnvalda til þess að finna hæfar konur til margvíslegra starfa með skjótvirkum hætti.


En þessi síða getur alveg verið stórsniðug held ég. Ég er ásamt mörgum allavega búin að vera á lista þarna í mörg ár, en það vantar kannski markaðssetninguna á þetta. Ég hef aldrei séð neitt á þennan vef minnst neins staðar, ég veit bara af honum því við vorum svona tilraunadýr í þessu. En allavega þið sem lesið þetta rugl mitt, veit eiginlega ekki hverjir það eru, en allavega einhverjir því teljarinn mjakast nú uppávið, látið vita af þessu, held að þetta geti verið soldið sniðugt.

Stelpur koma nú skrá sig inn.

Engin ummæli: