mánudagur, mars 10, 2008

Helgin og rör

Helgin var nokkuð strembin, þær verða það stundum þegar maður ákveður á halda svona fjölskylduafmæli. Málið er að tvö af börnunum mínum eru í stjörnumerkinu "fiskar" sem þýðir að þau eiga afmæli þessa dagana, ég hef verið vön að bjóða fjölskyldunni til þeirra svona í sameiginlegt afmæli. Þannig að í stað þess að fara á skíði í Skálafelli í blíðunni eins og ég gerði í síðustu viku, fór laugardagurinn í að undirbúa afmælið og á sunnudeginum var svo afmælið haldið og fór næstum allur dagurinn í það.

Í dag vorum við Skottið svo heima, hún fékk nefnilega rör í eyrun í morgun. Ég vona að eyrnaverkurinn verði nú ekki eins slæmur og helst ekki til staðar næst þegar eyrnabólgudraugurinn lætur sjá sig.

Ég man vel þegar elsta barnið mitt var svæft í fyrsta sinn, ég fór bara fram á gang og grét, mér fannst eins og hann myndi aldrei vakna aftur, þetta var frekar óhugnanlega lífsreynsla. Nú er maður orðinn svo sjóaður í þessu að ein svæfing til eða frá skiptir ekki máli.

Skottið vaknaði brosandi, hvernig er hægt að vakna brosandi af svæfingu?? Veit það ekki! Hún er bara svo lífsglöð, hún leit á mig, brosti og sagði, "ég hélt ég væri heima", svo bætti hún við: "læknirinn sagði að það kæmi lakkríslykt, þetta var ekki"lakkríslykt heldur tyggjólykt", bara yndisleg.

Engin ummæli: