þriðjudagur, apríl 22, 2008

Helgin í stórum dráttum

Menntskælingurinn og Gelgjan fóru með Pabba sínum til London um helgina. Þessi ferð var ákveðin fyrir löngu en krakkarnir fengu hana í jólagjöf. Þarna var farið á fótboltaleik og allt. Mér skilst að þetta hafi allt verið mjög gaman og mjög svo velheppnuð ferð í alla staði.

Ég aftur á móti fór vestur til Ólafsvíkur á "vetrargleði" eins og það er kallað. Þetta var mjög fínt, matur og allt auk heimagerðrar skemmtunar sem samanstóð af ABBA lögum og búningum. Skemmtunin hefði mátt vera aðeins styttri og frekar að leyfa fólki að dilla sér við ABBA tónlistina. Þetta var mjög gaman, ekki skemmdi fyrir að ég þekki þó nokkra þarna og stafar það af því að fyrrverandi er frá Ólafsvík þannig að þarna var maður auðvitað undir ströngu eftirliti hehehe....

Ég gæti nú ekki hugsað mér að búa þarna en Snæfellsnesið er nú samt alveg dásamlegt á vorin, sumrin og haustin.

Engin ummæli: