þriðjudagur, apríl 29, 2008

Sitt lítið að hverju.

Sko, ég skil nú ekki þennan klikkaða kall þarna í Austurríki. Vá maður, raunveruleikinn kemur manni sífellt á óvart og í ljós kemur að hann er oft miklu verri heldur en nokkur skáldsaga eða sjónvarpsefni Púff....

Nú er allt vitlaust í Bolungarvík, gaman að svona fjöri í pólitíkinni. Sjálfstæðismenn mjög svo ánægðir með nýja meirihlutann þó að A-listinn sé upphaflega klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og manni skilst að "hnífasettin" hafi fengið að fjúka þarna á milli. Svo fengu þeir smá bakþanka, því nú þurfa þeir að segja Grími Atlasyni upp starfinu sem bæjarstjóra og eru þá kannski að hrekja hann í landsmálin en hann er svo flottur fulltrúi Samfylkingarinnar þarna á Vestfjörðum og með mjög mikinn "kjörþokka". En Sjálfstæðismenn vantar einhvern flotttan til að leiða sinn flokk þarna. Allavega verður þetta fróðlegt allt saman og gaman að fylgjast með framhaldinu.

Engin ummæli: