föstudagur, apríl 25, 2008

Háspennumöstur




Fór á mjög svo skemmtilega móttöku hjá Landsneti á síðasta vetrardegi.

Þeir efndu til samkeppni um nýtt útlit á háspennumöstrum meðal almennings og arkitekta. Menn vissu nú kannski ekki hvað þeir væru að fara útí en fengu um 100 tillögur alls staðar að úr heiminum. Hugmyndirnar voru margar mjög góðar, skemmtilegar og athyglisverðar. Sumar virka reyndar ekki í raunveruleikanum en það er kannski ekki aðalatriði, sumt af þessu væri hugsanlega framkvæmanlegt eftir nokkur ár með nýrri tækni og slíku.

Mér fannst þetta mjög klókt hjá þeim í Landsneti að gera "óvininn meðsekan" þar sem megnið af arkitektum og slíku eru umhverfissinnar og viðurkenndi nú einn gamall samstúdent fyrir mér að margir arkitektarnir væru það og hann sjálfur væri nú meðlimur í "Framtíðarlandinu".

Klókir hmm.....

Engin ummæli: