miðvikudagur, apríl 02, 2008

Kreppa?

Er að koma kreppa? Veit það ekki, en mér finnst fólk samt soldið farið að hugsa um hvað það gerir við peningana sína.

Ein samstarfskona mín tilkynnti það í hádeginu að hún hefði tekið sig til í gærkveldi og sagt upp öllum áskriftum af öllum blöðum og tímaritum á sínu heimili. Gott hjá henni, ég er einnig með áskrift af einhverjum blöðum og tímaritum maður ætti kannski að skoða þetta, reyndar er ég með svo stóra krakka að þau eru með skoðanir á öllu þannig að það er ekki víst að ég fengi að segja öllu upp. En OK, það má skoða þetta.

Hér er ekki mötuneyti þannig að hver kemur með sitt nesti til að snæða í hádeginu og þar má glöggt sjá samdráttinn, fólk er greinilega búið að skipta út Búlluborgaranum, Nings núðlunum og Sómasamlokunum fyrir ódýrar súpunúðlur úr Bónus og bollasúpur frá Knorr snætt með þurru brauði.

Já það er svona með okkur almenninginn sem ekki getum tekið okkur til og selt jeppana eða hætt að snæða á Holtinu í hádeginu. Hmm.... ein pæling ef ég ætti jeppa sem ég vildi selja í sparnaðarskyni, vill eða getur einhver keypt jeppa í dag?

Engin ummæli: