laugardagur, mars 21, 2009

Fúlar á móti!


Jæja, ég fór á leikrit í gærkveldi sem heitir "Fúlar á móti", þetta er leikrit sem fjallar um breytingaskeið kvenna og miðaldra konur svona yfirleitt. Leikkonurnar Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og hún Helga Braga fara á kostum, þarna gera þær óspart grín að sjálfum sér og konum á svipuðum aldir.

Við fórum 12 saman að sjá leikritið, semsagt vorum þarna 3 konur á fimmtugsaldrinum, ein aðeins yngri, tveir menn á fimmtugsaldrinum og svo það sem skemmtilegast er að við vorum með fullt af unglingum, einn 21 árs, annan að verða 20, tvö sem verða 18 á þessu ári og tvö sem verða 16 á þessu ári. Þarna hlógum við og hlógum og ég hló svo mikið að tárin runni niður kinnarnar hehehe... fyndnast var að krakkarnir hlógu svo mikið líka og svo kom á eftir, mamma ég kannaðist sko við þetta og þetta og þetta.... hehehe...

Ég kannaðist svo sem við ýmislegt líka, þó ég eigi kannski erfitt með að viðurkenna það, en þarna var líka fullt sem ég kannast sko ekkert við og dró því þá ályktun að það sé langt í það að ég verði miðaldra....

1 ummæli:

Luis Portugal sagði...

Hello
It has a nice blog.
Sorry not write more, but my English is bad writing.
A hug from my country, Portugal