fimmtudagur, mars 19, 2009

Í nýrri vinnu, ja eða þannig...

Nú er búið að loka vinnustaðnum mínum, ég er nú hjá sama fyrirtæki en sit við annað borð og í öðru húsi.

Hér er opið rými og sitjum við í 4ra manna stjörnubásum. Þó að ég vinni hjá sama fyrirtæki þá fylgja ekki allir með okkur hingað af gamla staðnum heldur var okkar litla vinnustað skipt á tvo staði, við vorum 8 send hingað en 6 fara á annan stað.

Þetta er nú svolítið átak, svona þegar maður er búinn að vera á sama stað í 13 ár, auk þess sem það tekur mig uþb. tvöfalt lengri tíma að komast í vinnuna heldur en áður og þá er ekki tekið tillit til umferðar, en gamli vinnustaðurinn var uppi á Höfða og yfirleitt var umferðarteppan ekki byrjuð þegar ég beygði útaf Vesturlandsveginum í vinnuna.

Það eru svo sem ákveðnir kostir í þessu líka, hér er mötuneyti (ef kost skyldi kalla, bætast örugglega einhver kíló við hmm...), og svo er hér mun fleira fólk og meiri svona dynamik. Auk þess benti einhver mér á að það væri mun styttra í Kringluna héðan en af gamla staðnum hehehe.... ég sem forðast það eins og pestina að fara þangað, fæ yfileitt hausverk af öllu saman hehehe.... Jú og hér eru líka mun fleiri strákar ;).

Reyndar sakna ég nú smá svona gamla staðarins, spjallsins, hádegishlésins, og ekki síst fólksins sem ekki kom með okkur hingað.

En lífið heldur áfram...

Engin ummæli: