miðvikudagur, mars 25, 2009

Stjórnmálin þessa dagana

Það er nú soldið svoleiðis í dag að margir eru með hugmyndir um lausnir, en einhvern veginn er ekki búið að sannfæra mig enn um það hvað er réttast að gera.


1. Skuldir heimilanna

Á að fella niður 20% skulda allra heimila, eða bara hluta þeirra og hvaða skuldir á þá að taka inn, bara íbúðaskuldir eða eiga bíllán, yfirdráttarlán og önnur neyslulán að koma inn í reikninginn hmmm.... Á að fella niður skuldir á öll heimili, sumum þykir það réttast, en þá kemur á móti að við værum að eyða peningum ríkissjóðs ja eða peningum sem ríkissjóður á ekki einu sinni, í fullt af fjölskyldum sem þurfa ekkert á þessu að halda, en á móti kemur að ef við gerum þetta bara fyrir suma, þá hverja? Svo koma þau rök, að ef þetta er gert jafnt á alla, þá hafa þau heimili sem þó standa ágætlega meira á milli handanna og geta veitt þeim peningum aftur útí þjóðfélagið í formi neyslu eða sparnaðar.

Svo ræða sumir um að færa bara vísitöluna aftur um einhver stig, miða jafnvel við einhverja dagssetningu hmmm... já kannski, en hvað þá með lífeyrisþegana sem þegar hafa mátt blæða um þau 25% sem lífeyrissjóðirnir hafa rýrnað um, eiga þeir svo líka að tapa þessum 20% í viðbót sem vísitalan hefur hækkað um, ég veit það ekki.


2. ESB

Já ég er reyndar komin með sterka skoðun í því máli, ég vil að fari verði í viðræður og svo verði niðurstaðan lögð fyrir þjóðina. Við vitum ekkert hvað við fáum fyrr en við byrjum að semja. Það þýðir hvorki að ákveða það að fara í ESB "no matter what" eða hitt að slá það bara strax útaf borðinu og gefa sér að við fengjum ekki þetta og ekki hitt.

Ég veit ekki hvort það er farsælast fyrir mína þjóð að standa utan ESB eða ekki, fyrr en ég sé samninginn.


3. Gjaldmiðillinn

Hmm... er krónan ónýt? Ég veit það ekki, það hefur sína kosti að vera með eigin mynt og geta þá soldið sveiflað hlutunum eftir því sem hentar hverju sinni, á móti kemur að það er dýrt og svo er það óstöðugleikinn sem fylgir, þessar stöðugu sveiflur.

Þá kemur hitt, ef krónan er ónýt, eigum við þá að taka upp dollar? Já eða ganga í ESB og taka upp evruna?


Svo eru að koma kosningar og ég hef ekki hugmnynd hvað ég á að kjósa eða hvort einhver listi er með hugmyndir sem falla að mínum, sem eru nú reyndar eins og þið sjáið svona frekar takamarkaðar hmmm...

Æji, hvað ég er fegin að vera ekki hagfræðingur þessa dagana..........

Engin ummæli: