mánudagur, apríl 06, 2009

Fréttamennska og ræða Davíðs!

Ég tók mig til og hlustaði á skemmtiræðu Davíðs Oddssonar frá Landsfundi sjálfstæðismanna. Hún er ekkert svo löng og er tiltæk á netinu. (Reyndar má finna allar þær ræður sem fluttar voru á þessu þingi á slóðinni xd.is). Ástæða þess er að ég hef heyrt brot og brot úr þessari ræðu í fjölmiðlum og fékk alveg grænar bólur. Jú þetta var svona ræða sem frekar hefði átt heima sem skemmtiræða eða sem ræða á þorrablóti, en þegar maður hlustar á hana í heild sinni kemur hún alls ekki jafnilla út og það sem sýnt hefur verið úr henni í fjölmiðlum. Þau brot sem hafa verið sýnd eða spiluð, eru öll tekin í samhengi og þess vegna lítur þetta mun verr út þannig en í heild sinni.

Þið skuluð alls ekki misskilja mig, ég hef haft þá skoðun að Davið hefði nú bara átt að setjast í helgan stein og skrifa æviminnigar sínar þegar hann lét af störfum sem forsætisráðherra og hann hefði aldrei átt að fara í Seðlabankann, ekki endilega af því að hann hafi eitthvað staðið sig svo rosalega illa, ég ætla ekki að dæma um það, en þetta var mjög svo pólitísk ráðning og ég er svona bara yfirhöfuð soldið á móti slíkum. Ég er líka á því að hann hefði ekkert átt að vera að halda þessa ræðu þarna á landsþinginu og dissa allt og alla eins og krakki í fýlu. En það má samt með sanni segja að það hefur verið mun meira gert úr þessu sem hann sagði þarna en tilefni voru til, og það sem mér þótti reyndar merkilegast í þessu öllu var að eftir þennan fræga landsfund að þá var það ræða Davíðs sem var aðalumræðuefnið, sem er nú bara brandari útaf fyrir sig sko... Ég held að fjölmiðlamenn mættu nú aðeins fara að líta í eigin barm og hætta þessum poppúlisma í fréttamennsku og snúa sér að því að skilja hismið frá kjarnanum.

Engin ummæli: