fimmtudagur, apríl 09, 2009

Konur og menntunarsaga þeirra.

Komst yfir mjög skemmtilega bók í gær... hún fjallar um menntamál kvenna og þróun þeirra á fyrri hluta síðustu aldar.

Hún heitir Íslenska menntakonan verður til og er eftir Valborgu Sigurðardóttur.

Þegar maður spáir í þetta þá var ekki sett í lög að konur "mættu" taka stúdentspróf fyrr en 1897.

Konur máttu kjósa til bæjar og sveitarstjórnar ef þær voru ekkjur eða einar frá árinu 1888.

Það var ekki fyrr en árið 1911 sem konur máttu gegna embættum öðrum en kennarastöðum eins og prestsembættum, eða læknisembættum.

Fyrsta konan sem útskrifast frá Háskóla Íslands gerði það árið 1917 úr læknisfræði.

Ef maður kafar svo ofan í bókin betur má sjá mjög svo skemmtilegar umræður og ýmis rök fyrir því að konur ættu ekki að gegna embættum.

T.d. orðrétt þegar fjallað var um að aðalhlutverk kvenna að ala og ala upp börn:

"Þetta stórvirki hefur á konum hvílt alt til þessa og þetta afrek hafa þær af hendi leyst. Ef konan færi nú að vasast í mörgu öðru, er hætt við, að barnauppeldi sæti á hakanum hjá henni. Og óhollar afleiðingar af því eru hverjum manni auðsæjar.

spurning hvort hægt sé að rekja bankahrunið til þessa ehemm...

Ég velti því bara fyrir mér, hvað óskaplega er stutt síðan, ekki 100 ár, og hvað rosalega mikið hefur breyst á þessari síðustu öld, sérstaklega í kvennréttindamálum.

Einnig held ég að allar ungar konur hafi gott af því að kíkja í þessa bók, því mér finnst eins og þær átti sig ekki á því hvað mikið hefur áunnist og hve mikilvægt það er að halda baráttunni á lofti.

Engin ummæli: