miðvikudagur, apríl 22, 2009

Kosningar - kosningar

Já, vitiði það eru kosningar á laugardag. Hvað á að kjósa? Þar sem ég hef oft haft mjög ákveðnar skoðanir á mörgum hlutum hef ég ekki verið í vandræðum með að blogga hér heilan helling um allt í sambandi við stjórnmál, en núna ég veit það eiginlega ekki. Ég veit eiginlega bara ekkert hvað ég á að kjósa á laugardag, auðvitað ætti ég bara að hlusta á minn landsfund og formann og hlýða, kjósa X-D eins og venjulega, en vitiði, ég er bara ekkert sammála þeim þessa dagana. Burtséð frá öllu ruglinu og vitleysuni, þá myndi ég fyrirgefa þeim það ef ég hefði trú á því sem þeir eru að segja. En jú sumt meikar alveg sens en annað er bara afturhaldssemi og roluháttur.

En þá kemur milljón dala spurningin. Hvað á ég að kjósa í staðin??
Tók einhvern svona kosningakompás á mbl.is og fékk Framsóknarflokkinn 77% sammála, tók hann aftur svona með aðeins breyttum áherslum og fékk aftur Framsóknarflokkinn efstan með 75% en hina flokkana í báðum tilfellum þ.e. Sjálfstæðis, Samfylking og Borgarahreyfingu með alla 75% í fyrri könnuninni en ca 72-73 % í þeirri seinni, þannig að þið sjáið að það er mjótt á mununum. Kannski er ég bara svona óákveðin sem ég held reyndar að sé málið og þá er Framsókn voða seif kostur svona opinn í báða enda og allt það hmmm....

En þá komum við aftur að rót vandans, ég veit ekki hvað er best fyrir þjóðina núna, er það ESB, er það að taka upp dollara einhliða, er það að fella niður skuldir, er það að fella niður verðtryggingu...

Það sem er kannski mergurinn málsins er að klára þetta ESB mál, fara í viðræður og fá samning og bera hann undir þjóðina, sjá hvað við fáum, við getum þá bara hafnað samningnum ef okkur líst ekki á eða ef okkur finnst hann of dýr... Ég er ekkert viss um að ESB sé svarið við bænum okkar, og er eiginlega viss um að það er það ekki, en það verður að skoða þann kost til hlítar, ekki ýta honum útaf borðinu strax.

Svo er það myntmálið, er kannski best að halda bara í lasna krónu og reyna að lífga hana við, er best að taka nýja mynt strax, eða er best að miða að því að taka upp evru í framhaldi af samningaviðræðunum, sem svo kannski verða felldar og þá sitjum við uppi með enn lasnari krónu hmmm....

Jú ég vil nýta auðlindirnar og já ég er alveg til í smá meiri stóriðju, ef hún sýnir sig að skila aðri, ég vil ekki fara í framkvæmdir bara til að fara í framkvæmdir, við eigum alveg að kunna að finna útúr því hvaða arð við viljum fá útúr þeim.

Svo ef við lítum á þessa blessuðu skjaldborg sem slá átti um heimilin, hmmm... mér finnst bara vera sett fata undir lekann en það er enginn sem nennir uppá þak til að gera við... Einu úrræðin sem bjóðast eru fyrir fólk sem er komið með allt í klessu. Er ekki betra að hjálpa fólki áður en allt fer í klessu, það er svo erfitt fyrir sálartetrið að vera með allt í klessu og við gætum örugglega sparað soldið í heilbrigðiskerfinu ef við björguðum fólkinu fyrr....

Já spara í opinbera kerfinu, það ætti nú ekki að vera svo hrikalega erfitt, auðvitað eru margar stofnanir vel reknar, en margar síður. Mér finnst t.d. aðþað ætti alvega að vera hægt að loka eitthvað af þessum sendiráðum sem Halldór Ásgrímsson opnaði hér hvert á fætur öðru með pompi og prakt. Til hvers að vera með sendiráð alls staðar, afhverju ekki reka samnorræn sendiráð sem myndu sinna öllum Norðurlöndunum á einum stað, er það ekki bara nokkuð góð hugmynd.

Annað svona í bríaríi væri ekki hægt að selja eitthvað af þessu dópi, sem fannst þarna á skútunni, í útlöndum... við erum hvort eð er búin að segja okkur úr lögum við þessi ríki, það væri örugglega hægt að stoppa eitthvað uppí þetta blessaða fjárlagagat sem allir eru að tala um hehehehe.....

Engin ummæli: